30 milljónir til atvinnumála kvenna Guðbjartur Hanneson skrifar 29. apríl 2011 06:00 Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins. Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir. Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika. Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag. Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins. Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir. Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika. Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag. Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun