Njóta sjómenn auðlindaarðsins? Jón Steinsson skrifar 5. maí 2011 07:00 Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar