Njóta sjómenn auðlindaarðsins? Jón Steinsson skrifar 5. maí 2011 07:00 Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun