Biskupinn fékk bréf til andmæla 11. maí 2011 07:00 karl sigurbjörnsson Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. Rannsóknarnefndin sendi út bréf til þeirra sem hún telur að hafi gerst sekir um þöggun, vanrækslu eða mistök í starfi þegar konur leituðu aðstoðar kirkjunnar vegna meintra kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Hugsanlegt er að nefndin breyti niðurstöðum sínum með hliðsjón af andmælunum. Ekki var hægt að fá samband við biskup þegar Fréttablaðið ræddi við Biskupsstofu. Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri segir málið alfarið vera í höndum rannsóknarnefndarinnar og ekki tengt stofnuninni á nokkurn hátt. Hún staðfestir þó að biskupinn hafi verið einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla. „Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka,“ segir hún. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mörg bréf voru send út. Það eina sem hefur fengist staðfest er að bréfin voru fleiri en eitt og fáeinir einstaklingar hafa svarað nú þegar. Í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, að unnið verði að skýrslugerð þegar öll svör hafa borist. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir miðjan næsta mánuð.- sv Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. Rannsóknarnefndin sendi út bréf til þeirra sem hún telur að hafi gerst sekir um þöggun, vanrækslu eða mistök í starfi þegar konur leituðu aðstoðar kirkjunnar vegna meintra kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Hugsanlegt er að nefndin breyti niðurstöðum sínum með hliðsjón af andmælunum. Ekki var hægt að fá samband við biskup þegar Fréttablaðið ræddi við Biskupsstofu. Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri segir málið alfarið vera í höndum rannsóknarnefndarinnar og ekki tengt stofnuninni á nokkurn hátt. Hún staðfestir þó að biskupinn hafi verið einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla. „Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka,“ segir hún. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mörg bréf voru send út. Það eina sem hefur fengist staðfest er að bréfin voru fleiri en eitt og fáeinir einstaklingar hafa svarað nú þegar. Í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, að unnið verði að skýrslugerð þegar öll svör hafa borist. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir miðjan næsta mánuð.- sv
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Sjá meira