Golfheimurinn syrgir mikinn meistara 12. maí 2011 03:00 Goðsögn Seve Ballesteros verður lengi minnst fyrir afrek sín og frammistöðu á golfvellinum. Hér er hann í sveiflu á Wentworth árið 1978 þar sem hann var nær einráður um árabil á heimsmótinu í holukeppni.NordicPhotos/Getty Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira