Pistillinn: Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur Hlynur Bæringsson skrifar 19. maí 2011 06:00 Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er. Við í Sundsvall Dragons fengum heimsókn nýverið frá ungri hetju sem heldur mikið upp á okkur. Við vorum að berjast við Norrköping í úrslitum, það var erfiður andstæðingur en hans barátta er við hvítblæði. Hann hefur verið mest á sjúkrahúsum undanfarin ár, verið alveg frá skóla og lítið kynnst jafnöldrum sínum í venjulegu, áhyggjulausu og saklausu umhverfi barna sem okkur þykir sjálfsagður hluti af lífinu. Á sama tíma hef ég mestar áhyggjur af því að standa mig í körfubolta, sem er bara leikur þegar öllu er á botninn hvolft. Við erum hetjurnar hans, það er ekki rökrétt. Okkar barátta er ekki upp á líf og dauða, það er enginn sérstaklega snortinn af okkar sögu, hvort okkur takist að vinna eða ekki. Lífið mun halda áfram, hvernig sem fer. Bara leikur. Hann er sannkölluð hetja. Hann og faðir hans skrifuðu okkur bréf eftir að þeir heimsóttu okkur eftir einn leikinn. Ég ætla að deila hluta af því.„Nýverið buðuð þið son minn velkominn í búningsklefann eftir sigur ykkar gegn Norrköping, þið leyfðuð honum að taka þátt í ykkar gleði, það gaf honum orku. Orku sem hann mun nota til að berjast við veikindin sem hrjá hann, orku sem mun hjálpa honum að hafa betur í þeirri baráttu. Flestir hafa val í lífinu, val um að taka áskorunum eða forðast þær, vera öruggir. Sonur minn hafði ekki þetta val, hann varð að taka slaginn. Það var spurning um líf eða dauða. Fyrir ykkur er þetta ekki spurning um líf eða dauða heldur um stolt, sigurvilja og viðurkenningu. Um að standa ykkur vel í frábæru starfi sem margir vildu hafa. Þetta er tækifæri til að sigrast á áskorun." Frábær skilaboð frá þessum unga dreng, og ég lít á þetta sem hvatningu til að njóta augnabliksins. Ég mun reyna allt sem ég get til að vinna, ekki vegna þess að ég verð að vinna, heldur vegna þess að mig langar að sigra, það er tilfinning sem ég sækist eftir. Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur. Íslenski körfuboltinn Körfubolti Pistillinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er. Við í Sundsvall Dragons fengum heimsókn nýverið frá ungri hetju sem heldur mikið upp á okkur. Við vorum að berjast við Norrköping í úrslitum, það var erfiður andstæðingur en hans barátta er við hvítblæði. Hann hefur verið mest á sjúkrahúsum undanfarin ár, verið alveg frá skóla og lítið kynnst jafnöldrum sínum í venjulegu, áhyggjulausu og saklausu umhverfi barna sem okkur þykir sjálfsagður hluti af lífinu. Á sama tíma hef ég mestar áhyggjur af því að standa mig í körfubolta, sem er bara leikur þegar öllu er á botninn hvolft. Við erum hetjurnar hans, það er ekki rökrétt. Okkar barátta er ekki upp á líf og dauða, það er enginn sérstaklega snortinn af okkar sögu, hvort okkur takist að vinna eða ekki. Lífið mun halda áfram, hvernig sem fer. Bara leikur. Hann er sannkölluð hetja. Hann og faðir hans skrifuðu okkur bréf eftir að þeir heimsóttu okkur eftir einn leikinn. Ég ætla að deila hluta af því.„Nýverið buðuð þið son minn velkominn í búningsklefann eftir sigur ykkar gegn Norrköping, þið leyfðuð honum að taka þátt í ykkar gleði, það gaf honum orku. Orku sem hann mun nota til að berjast við veikindin sem hrjá hann, orku sem mun hjálpa honum að hafa betur í þeirri baráttu. Flestir hafa val í lífinu, val um að taka áskorunum eða forðast þær, vera öruggir. Sonur minn hafði ekki þetta val, hann varð að taka slaginn. Það var spurning um líf eða dauða. Fyrir ykkur er þetta ekki spurning um líf eða dauða heldur um stolt, sigurvilja og viðurkenningu. Um að standa ykkur vel í frábæru starfi sem margir vildu hafa. Þetta er tækifæri til að sigrast á áskorun." Frábær skilaboð frá þessum unga dreng, og ég lít á þetta sem hvatningu til að njóta augnabliksins. Ég mun reyna allt sem ég get til að vinna, ekki vegna þess að ég verð að vinna, heldur vegna þess að mig langar að sigra, það er tilfinning sem ég sækist eftir. Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur.
Íslenski körfuboltinn Körfubolti Pistillinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn