Verðtrygging - deyfilyf stjórnvalda 19. maí 2011 10:00 Eygló Harðardóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Hrólfur Ölvisson og Lilja Mósesdóttir skrifa: Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar en að deyfa sig gegn áhrifum hennar með verðtryggingunni. Heimatilbúinn vandiÁrið 2002 tóku íslensk stjórnvöld og Seðlabanki Íslands upp 2,5% verðbólgumarkmið með 1,5% efri og neðri þolmörkum. Árangurinn hefur verið slakur og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010) „Í alþjóðlegum samanburði sést að sveiflur í landsframleiðslu á Íslandi eru mun meiri en sveiflur í útflutningi og viðskiptakjörum gefa tilefni til; megnið af óstöðugleikanum er heimatilbúinn." (Friðrik Már Baldursson, 2011) Því er forsenda þess að ná tökum á verðbólgu til framtíðar betri hagstjórn, draga úr sveiflum í eftirspurn og bæta virkni stjórntækja peningamála. Ríkissjóður, Seðlabanki Íslands, Íbúðalánasjóður, Bankasýsla ríkisins, sveitarfélög og aðrir verða að taka höndum saman við efnahagsstjórnun og framkvæmd og miðlun peningastefnunnar. Stjórnmálamenn verða að axla sína ábyrgð. Því leggjum við til að sett verði á stofn Þjóðhagsstofa hjá Alþingi og innleidd rammafjárlög til nokkurra ára í senn. Virkni stýrivaxtaÝmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt að miðlun vaxtastefnu Seðlabankans hafi verið nær óvirk fyrir hrun vegna almennrar notkunar verðtryggingar og auðvelds aðgengis að lánsfé með mikilli erlendri lántöku og hjá Íbúðalánasjóði. „Forsenda þess að peningastefnan beri árangur er að miðlun vaxtabreytinga seðlabankans frá skammtíma markaðsvöxtum til langtíma markaðs- og útlánavaxta og að lokum til raunhagkerfisins sé sæmilega kerfisbundin og fyrirsjáanleg. Töluvert hefur skort á að svo hafi verið hér á landi á undanförnum árum." (Peningastefnan eftir höft, 2010). Í hinu verðtryggða íslenska kerfi er verðbótaþáttur tekinn að láni og bætist við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar við að draga úr verðbólgu. Innleiðing óverðtryggðs húsnæðislánakerfis er mikilvægur þáttur í að tryggja skilvirka miðlun stýrivaxta Seðlabankans. Bankinn hefur kallað eftir svokölluðum þjóðhagslegum varúðartækjum og tökum við undir þá ósk. Þessar aðgerðir leiða væntanlega til lægra veðhlutfalls lána. Því er mikilvægt að hvetja til sparnaðar vegna fasteignakaupa og kaupa á búseturétti með skattaívilnunum. Einnig þarf að endurskoða fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts. Áhrif á lífeyriLífeyrissjóðirnir eru samkvæmt lögum skuldbundnir til að verðtryggja mánaðarlegan lífeyri. Hugsanlega skýrist mikil notkun verðtryggingar á húsnæðislánamarkaði af því að kaupendur íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs eru lífeyrissjóðirnir. Ekki hefur reynt á hvort hægt er að bjóða óverðtryggð langtíma fasteignalán á grundvelli fjármögnunar lífeyrissjóðanna nema lagaleg skylda þeirra til að verðtryggja lífeyri verði afnumin. Færa má rök fyrir því að ákvæði um verðtryggðan mánaðarlegan lífeyri sé óskhyggja. Á endanum stýrist fjárupphæð mánaðarlegs lífeyris af raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna, og því er eðlilegt að lagatextinn endurspegli þann raunveruleika. Því leggjum við til að fyrirkomulag lífeyrissparnaðar verði endurskoðað. Lagt verði af loforð um verðtryggingu lífeyris og almannatryggingakerfið styrkt þannig að lífeyrisþegar njóti lágmarkslífeyris. Jafna þarf lífeyrisréttindi starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Aukin neytendaverndSíðast en ekki síst þarf að stórbæta fjármálalæsi og upplýsingamiðlun til að tryggja neytendavernd þegar fólk tekur ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Við leggjum til að fjármálastofnanir verði skyldaðar til að sýna útreikninga miðað við mismunandi óvissuþætti, áður en fólk tekur ákvarðanir um fjárskuldbindingar. Eftirlit með neytendalánum verði aukið með neytendalánum og samræmt á milli eftirlitsstofnana. Nauðsynlegt er að setja lög um skuldabréf og ströng viðurlög ef ekki er farið að lögum um neytendavernd. Þessar umbætur og breytt fyrirkomulag verðtryggingar eiga að tryggja að allir Íslendingar hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu og skilvirkri efnahagsstjórnun. Allt annað er ávísun á áframhaldandi þjóðhagslegt ójafnvægi og uppgjöf í baráttunni við verðbólguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Eygló Harðardóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Hrólfur Ölvisson og Lilja Mósesdóttir skrifa: Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar en að deyfa sig gegn áhrifum hennar með verðtryggingunni. Heimatilbúinn vandiÁrið 2002 tóku íslensk stjórnvöld og Seðlabanki Íslands upp 2,5% verðbólgumarkmið með 1,5% efri og neðri þolmörkum. Árangurinn hefur verið slakur og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010) „Í alþjóðlegum samanburði sést að sveiflur í landsframleiðslu á Íslandi eru mun meiri en sveiflur í útflutningi og viðskiptakjörum gefa tilefni til; megnið af óstöðugleikanum er heimatilbúinn." (Friðrik Már Baldursson, 2011) Því er forsenda þess að ná tökum á verðbólgu til framtíðar betri hagstjórn, draga úr sveiflum í eftirspurn og bæta virkni stjórntækja peningamála. Ríkissjóður, Seðlabanki Íslands, Íbúðalánasjóður, Bankasýsla ríkisins, sveitarfélög og aðrir verða að taka höndum saman við efnahagsstjórnun og framkvæmd og miðlun peningastefnunnar. Stjórnmálamenn verða að axla sína ábyrgð. Því leggjum við til að sett verði á stofn Þjóðhagsstofa hjá Alþingi og innleidd rammafjárlög til nokkurra ára í senn. Virkni stýrivaxtaÝmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt að miðlun vaxtastefnu Seðlabankans hafi verið nær óvirk fyrir hrun vegna almennrar notkunar verðtryggingar og auðvelds aðgengis að lánsfé með mikilli erlendri lántöku og hjá Íbúðalánasjóði. „Forsenda þess að peningastefnan beri árangur er að miðlun vaxtabreytinga seðlabankans frá skammtíma markaðsvöxtum til langtíma markaðs- og útlánavaxta og að lokum til raunhagkerfisins sé sæmilega kerfisbundin og fyrirsjáanleg. Töluvert hefur skort á að svo hafi verið hér á landi á undanförnum árum." (Peningastefnan eftir höft, 2010). Í hinu verðtryggða íslenska kerfi er verðbótaþáttur tekinn að láni og bætist við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar við að draga úr verðbólgu. Innleiðing óverðtryggðs húsnæðislánakerfis er mikilvægur þáttur í að tryggja skilvirka miðlun stýrivaxta Seðlabankans. Bankinn hefur kallað eftir svokölluðum þjóðhagslegum varúðartækjum og tökum við undir þá ósk. Þessar aðgerðir leiða væntanlega til lægra veðhlutfalls lána. Því er mikilvægt að hvetja til sparnaðar vegna fasteignakaupa og kaupa á búseturétti með skattaívilnunum. Einnig þarf að endurskoða fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts. Áhrif á lífeyriLífeyrissjóðirnir eru samkvæmt lögum skuldbundnir til að verðtryggja mánaðarlegan lífeyri. Hugsanlega skýrist mikil notkun verðtryggingar á húsnæðislánamarkaði af því að kaupendur íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs eru lífeyrissjóðirnir. Ekki hefur reynt á hvort hægt er að bjóða óverðtryggð langtíma fasteignalán á grundvelli fjármögnunar lífeyrissjóðanna nema lagaleg skylda þeirra til að verðtryggja lífeyri verði afnumin. Færa má rök fyrir því að ákvæði um verðtryggðan mánaðarlegan lífeyri sé óskhyggja. Á endanum stýrist fjárupphæð mánaðarlegs lífeyris af raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna, og því er eðlilegt að lagatextinn endurspegli þann raunveruleika. Því leggjum við til að fyrirkomulag lífeyrissparnaðar verði endurskoðað. Lagt verði af loforð um verðtryggingu lífeyris og almannatryggingakerfið styrkt þannig að lífeyrisþegar njóti lágmarkslífeyris. Jafna þarf lífeyrisréttindi starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Aukin neytendaverndSíðast en ekki síst þarf að stórbæta fjármálalæsi og upplýsingamiðlun til að tryggja neytendavernd þegar fólk tekur ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Við leggjum til að fjármálastofnanir verði skyldaðar til að sýna útreikninga miðað við mismunandi óvissuþætti, áður en fólk tekur ákvarðanir um fjárskuldbindingar. Eftirlit með neytendalánum verði aukið með neytendalánum og samræmt á milli eftirlitsstofnana. Nauðsynlegt er að setja lög um skuldabréf og ströng viðurlög ef ekki er farið að lögum um neytendavernd. Þessar umbætur og breytt fyrirkomulag verðtryggingar eiga að tryggja að allir Íslendingar hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu og skilvirkri efnahagsstjórnun. Allt annað er ávísun á áframhaldandi þjóðhagslegt ójafnvægi og uppgjöf í baráttunni við verðbólguna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun