Verjum Vallarstræti 3. júní 2011 08:00 Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun