
Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum
Einn þeirra sem gagnrýnt hafa málareksturinn gegn Geir H. Haarde er Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Laugardaginn 4. júní birtist grein eftir hann í þessu blaði undir yfirskriftinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“. Þar víkur hann að sýndarréttarhöldum Stalíns yfir Búkharín í mars 1938. Í grein Þorsteins segir m.a.:
„Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku [þ.e. gegn Geir H. Haarde], af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin.“
Réttarhöldunum yfir Geir Haarde verður sem sagt að mati Þorsteins ekki „í einu og öllu“ jafnað til sýndarréttarhaldanna í Sovétríkjunum. Af greininni verður hins vegar ráðið að Þorsteinn telji að sá munur sem finna megi á þessum tvennum réttarhöldum sé helst sá að í Sovétríkjunum markaði dauðinn endalokin.Ég tel að engum sé greiði gerður með svo stóryrtri umræðu um málareksturinn gegn Geir H. Haarde. Áður en lengra er haldið skulum við huga að nokkrum atriðum sem greina réttarhöldin yfir fyrrverandi forsætisráðherra frá sýndarréttarhöldunum í Sovétríkjunum og Þorsteinn víkur ekki að í grein sinni.
Í fyrsta lagi er það að nefna að stjórnarskráin okkar hefur allt frá gildistöku kveðið á um að Alþingi geti höfðað mál gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Þetta er sem sagt sú aðferð sem stjórnskipun okkar, og reyndar nágrannaþjóða okkar einnig, kveður á um telji þingheimur að ráðherrar hafi gerst sekir um embættisbrot. Um starfsemi Landsdóms hafa jafnframt verið sett og birt almenn lög. Landsdómur er því hluti hins íslenska réttarríkis. Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum lutu hins vegar geðþótta Stalíns eins.
Staða sakborninga er líka æði ólík. Mál Geirs er til komið vegna þess að hann var forsætisráðherra þegar fjármálakerfi Íslands hrundi. Ákvörðun meirihluta þingsins um að höfða mál gegn honum var tekin í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður hennar. Fyrir Landsdómi mun Geir H. Haarde svara fyrir embættisfærslur sínar, ekki pólitískar skoðanir. Réttarhöldin yfir honum eru því ekki pólítísk, a.m.k. ekki í sama skilningi og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum. Geir fær einnig tækifæri til að verjast þeim ásökunum sem felast í ákæru á hendur honum. Sakborningar Stalíns voru varnarlausir.
Aðalmunurinn — kjarni málsins er þó þessi: Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum voru einmitt það, sýndarréttarhöld. Þau voru aftaka klædd í búning réttarhalda. Niðurstaðan var gefin fyrirfram. Dómarar höfðu ákveðið sekt sakbornings áður en málflutningur fór fram. Meðal dómara í Landsdómi eru reyndustu dómarar Hæstaréttar Íslands. Telur Þorsteinn að þeir og aðrir meðlimir dómsins séu þegar búnir að taka ákvörðun um að sakfella Geir H. Haarde? Með grein sinni gefur hann að minnsta kosti til kynna að dómararnir séu tilbúnir að taka þátt í pólitískum réttarhöldum sem líkja megi við — þó ekki „í einu og öllu“ sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum. Það eru ekki léttvægar ásakanir úr penna fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu.
Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus.
Með þessari grein er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hvað sem þeirri ákvörðun líður skiptir miklu máli að um dómsmálið sé fjallað af stillingu og skynsemi. Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum þótt jafn vandaðir menn og Þorsteinn Pálsson leggi ekki sitt í púkkið.
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar