Vilja kjörna fulltrúa burt úr stjórn OR 21. júní 2011 06:00 orkuveita reykjavíkur Nefnd um eigendastefnu hefur skilað af sér drögum. Í henni áttu sæti fulltrúar meiri- og minnihluta í Reykjavík, auk fulltrúa Akraness og Borgarbyggðar. Dagur og Sóley eiga bæði sæti í nefndinni.fréttablaðið/róbert dagur b. eggertsson Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. Þetta kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Drögin verða kynnt á ársfundi á fimmtudag, þeim fyrsta í sögu fyrirtækisins sem verður opinn, og liggja til umsagnar til 15. ágúst. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það skýra stefnu meirihlutans að koma pólitíkinni út úr fyrirtækinu. „Við viljum að pólitískar ákvarðanir séu teknar í sveitarstjórnum en fyrst og fremst eigi að velja stjórnarmenn á grundvelli hæfniskrafna, en ekki úr röðum sveitarstjórnarfólks.“ Dagur segir eigendastefnuna greina skýrar á milli eigendahlutverks sveitarstjórnafulltrúa, sem sé nátengt pólitískri stefnumótun, og hefðbundins hlutverks stjórnarmanna sem bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Hann vísar til fyrirtækis eins og Félagsbústaða hf., sem er í fullri eigu borgarinnar án þess að kjörnir fulltrúar eigi sæti í stjórn þess. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir grundvallarágreining um þetta atriði. Vinstri græn telji að í stjórn OR eigi að sitja kjörnir fulltrúar enda sé um mikið hagsmunamál umbjóðenda þeirra að ræða, ekki ólíkt ýmsum sviðum borgarinnar, svo sem menntasviði. Ábyrgð kjörinna fulltrúa liggi einnig í því að stýra fyrirtækjum borgarinnar, eins og OR, Strætó og Faxaflóahöfnum. Þá segir Sóley að málefni gagnaveitunnar séu skilin eftir í drögunum og ekki vilji allir skilgreina hana sem kjarnastarfsemi. Flokkur hennar sé á móti sölu hennar til einkaaðila. Dagur segir gagnaveituna vera hluta kjarnastarfseminnar en samkvæmt fimm ára áætlun verði skoðað hvort hægt sé að vinna að fjármögnun hennar eða sölu að öllu leyti eða hluta. OR sé í þess háttar stöðu að ekkert sé tryggt í því. Dagur og Sóley eru sammála um að með eigendastefnunni sé stjórninni settar fastari skorður. [email protected]sóley tómasdóttir Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
dagur b. eggertsson Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. Þetta kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Drögin verða kynnt á ársfundi á fimmtudag, þeim fyrsta í sögu fyrirtækisins sem verður opinn, og liggja til umsagnar til 15. ágúst. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það skýra stefnu meirihlutans að koma pólitíkinni út úr fyrirtækinu. „Við viljum að pólitískar ákvarðanir séu teknar í sveitarstjórnum en fyrst og fremst eigi að velja stjórnarmenn á grundvelli hæfniskrafna, en ekki úr röðum sveitarstjórnarfólks.“ Dagur segir eigendastefnuna greina skýrar á milli eigendahlutverks sveitarstjórnafulltrúa, sem sé nátengt pólitískri stefnumótun, og hefðbundins hlutverks stjórnarmanna sem bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Hann vísar til fyrirtækis eins og Félagsbústaða hf., sem er í fullri eigu borgarinnar án þess að kjörnir fulltrúar eigi sæti í stjórn þess. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir grundvallarágreining um þetta atriði. Vinstri græn telji að í stjórn OR eigi að sitja kjörnir fulltrúar enda sé um mikið hagsmunamál umbjóðenda þeirra að ræða, ekki ólíkt ýmsum sviðum borgarinnar, svo sem menntasviði. Ábyrgð kjörinna fulltrúa liggi einnig í því að stýra fyrirtækjum borgarinnar, eins og OR, Strætó og Faxaflóahöfnum. Þá segir Sóley að málefni gagnaveitunnar séu skilin eftir í drögunum og ekki vilji allir skilgreina hana sem kjarnastarfsemi. Flokkur hennar sé á móti sölu hennar til einkaaðila. Dagur segir gagnaveituna vera hluta kjarnastarfseminnar en samkvæmt fimm ára áætlun verði skoðað hvort hægt sé að vinna að fjármögnun hennar eða sölu að öllu leyti eða hluta. OR sé í þess háttar stöðu að ekkert sé tryggt í því. Dagur og Sóley eru sammála um að með eigendastefnunni sé stjórninni settar fastari skorður. [email protected]sóley tómasdóttir
Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira