Burt af hvaða svæði? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2011 07:00 Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. Fasteignaskuldir meirihluta landsmanna eru allt of háar og hækka umfram alla sanngirni. Íslensk heimili eru þau skuldsettustu í Evrópu. Afleiðingin er minni neysla og versnandi lífskjör þrátt fyrir ýmis góð merki um raunverulegan viðsnúning sem ráðherrar nefna „hægan efnahagsbata“. En svona er staðan samhliða geigvænlegu verðlagi á helstu nauðsynjum. Hilluverðið hefur hækkað umfram alla sanngirni. Tannkremið hans Jóns hefur hækkað um 100%, úr 400 í 800 krónur. Húsnæðislán skilvísu Gunnu hækkaði úr 13 milljónum króna í 18 á tveimur árum og afborgunin úr 70.000 í 100.000 á meðan hún nú geymir aflafé til næstu afborgunar á sparireikningi með neikvæðum vöxtum. Þegar yfir lýkur hefur hún greitt bankanum 60-70 milljónir króna, segja sérfræðingar, með sínar 4-6 milljón króna árstekjur fyrir skatta. Þeir segja líka að bankinn hafi eignast lánið á útsölu, fyrir 35% af nafnvirði. Mitt í þessum veruleika ritar Árni Páll efnahags- og viðskiptaráðherra grein í blaðið (3.ág. Burt af hættusvæðinu). Hann minnir á að evruríkin leiti nú leiða til að þurfa ekki að leggja óbærilegar byrðar á þegnana og hve mikilvægt sé að ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi fram og grafið undan efnahagsstöðugleika. Hann minnir á hve útflutningsvörur okkar eru viðkvæmar fyrir kaupmáttarþróun fólksins í þessum löndum. Hann skrifar um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs sem þurfi að tryggja. Skyldi vera unnt að heimfæra þessi orð yfir á skilvísu heimili landsins? Miðað við kaupmátt launa eru byrðar meirihluta skuldandi þegna að verða óbærilegar. Skuldaþróunin hefur fyrir löngu stefnt úr hófi fram og grafið undan stöðugleika heimila umfram sanngjarnar byrðar. Kaupmáttur hins stóra hóps meðaltekjufólks rýrnar hratt og það grefur undan tekjum ríkis og fyrirtækja. Samkeppnishæfni alþýðu manna er of lítil. Árni Páll notar orðin heilbrigðar framtíðarhorfur í grein sinni. Þegar tannkremstúpa Jóns kostar 1.000 krónur eftir önnur tvö ár og 5% launahækkun, og lán Gunnu hefur náð yfir 50% af eignarvirðinu (það var 35% í upphafi), hverjar eru þá heilbrigðar framtíðarhorfur þessa óheppna, vinnusama og skilvísa pars? Norskur veruleiki? Spurt er um lausnir á ástandinu. Þær eru til en væru líklega nokkuð harðar, bæði bönkum og ríkisfjármálum. Árni Páll bendir á að lausn evruríkja í þeirra vanda feli m.a. í sér endurfjármögnun og endurmat á skuldum (án óbærilegra byrða á þjóðirnar). Þetta skyldi þó ekki geta átt við um samskipti skuldsetts almennings, stóru bankanna, Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og ríkisins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. Fasteignaskuldir meirihluta landsmanna eru allt of háar og hækka umfram alla sanngirni. Íslensk heimili eru þau skuldsettustu í Evrópu. Afleiðingin er minni neysla og versnandi lífskjör þrátt fyrir ýmis góð merki um raunverulegan viðsnúning sem ráðherrar nefna „hægan efnahagsbata“. En svona er staðan samhliða geigvænlegu verðlagi á helstu nauðsynjum. Hilluverðið hefur hækkað umfram alla sanngirni. Tannkremið hans Jóns hefur hækkað um 100%, úr 400 í 800 krónur. Húsnæðislán skilvísu Gunnu hækkaði úr 13 milljónum króna í 18 á tveimur árum og afborgunin úr 70.000 í 100.000 á meðan hún nú geymir aflafé til næstu afborgunar á sparireikningi með neikvæðum vöxtum. Þegar yfir lýkur hefur hún greitt bankanum 60-70 milljónir króna, segja sérfræðingar, með sínar 4-6 milljón króna árstekjur fyrir skatta. Þeir segja líka að bankinn hafi eignast lánið á útsölu, fyrir 35% af nafnvirði. Mitt í þessum veruleika ritar Árni Páll efnahags- og viðskiptaráðherra grein í blaðið (3.ág. Burt af hættusvæðinu). Hann minnir á að evruríkin leiti nú leiða til að þurfa ekki að leggja óbærilegar byrðar á þegnana og hve mikilvægt sé að ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi fram og grafið undan efnahagsstöðugleika. Hann minnir á hve útflutningsvörur okkar eru viðkvæmar fyrir kaupmáttarþróun fólksins í þessum löndum. Hann skrifar um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs sem þurfi að tryggja. Skyldi vera unnt að heimfæra þessi orð yfir á skilvísu heimili landsins? Miðað við kaupmátt launa eru byrðar meirihluta skuldandi þegna að verða óbærilegar. Skuldaþróunin hefur fyrir löngu stefnt úr hófi fram og grafið undan stöðugleika heimila umfram sanngjarnar byrðar. Kaupmáttur hins stóra hóps meðaltekjufólks rýrnar hratt og það grefur undan tekjum ríkis og fyrirtækja. Samkeppnishæfni alþýðu manna er of lítil. Árni Páll notar orðin heilbrigðar framtíðarhorfur í grein sinni. Þegar tannkremstúpa Jóns kostar 1.000 krónur eftir önnur tvö ár og 5% launahækkun, og lán Gunnu hefur náð yfir 50% af eignarvirðinu (það var 35% í upphafi), hverjar eru þá heilbrigðar framtíðarhorfur þessa óheppna, vinnusama og skilvísa pars? Norskur veruleiki? Spurt er um lausnir á ástandinu. Þær eru til en væru líklega nokkuð harðar, bæði bönkum og ríkisfjármálum. Árni Páll bendir á að lausn evruríkja í þeirra vanda feli m.a. í sér endurfjármögnun og endurmat á skuldum (án óbærilegra byrða á þjóðirnar). Þetta skyldi þó ekki geta átt við um samskipti skuldsetts almennings, stóru bankanna, Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og ríkisins?
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun