Rangfærslur um mannréttindi leiðréttar Bjarni Jónsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun