Neitað um viðkvæm gögn um Jón Ásgeir 23. ágúst 2011 07:00 Lúxusíbúðablokkin á Manhattan Þegar hjónin sóttu um að fá að kaupa íbúð í þessu húsi þurftu þau að skila inn ítarlegum upplýsingum um persónulega hagi sína. Slitastjórnin fær þær ekki nema að örlitlu leyti. Baugsmál, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Gerald Sullenbereger Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag. Slitastjórnin stefndi bönkunum tveimur, Citigroup og Royal Bank of Canada, og hússtjórninni að Gramercy Park North 50, þar sem hjónin áttu íbúðir, til afhendingar gagnanna í fyrravor í tengslum við risavaxið skaðabótamál á hendur sjö manns tengdum Glitni. Upplýsingarnar sem um ræðir eru annars vegar reikningsyfirlit og viðskiptasaga þeirra úr bönkunum tveimur, öll samskipti við bankana og hvaðeina sem til væri um fjárhag þeirra, eignir og annað. Frá hússtjórninni var farið fram á ítarlegar fjárhags- og persónuupplýsingar sem hjónin þurftu að skila inn þegar íbúðirnar voru keyptar, meðal annars skattframtöl aftur í tímann og reikningsyfirlit. Slitastjórnin taldi að allar þessar upplýsingar væru ákaflega mikilvægar fyrir málareksturinn þar ytra, enda gætu þær sýnt fram á það hvert fjármunirnir runnu sem hjónin og meintir samverkamenn þeirra áttu að hafa sogið út úr Glitni með viðamiklu samsæri. Jón Ásgeir og Ingibjörg mótmæltu þessari kröfu hins vegar harðlega, sögðu upplýsingarnar ákaflega viðkvæmar og persónulegar og kæmu málinu ekki við á nokkurn hátt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skaðabótamáli slitastjórnarinnar meðal annars verið vísað frá dómi þar sem ekki var talinn grundvöllur fyrir því að höfða það í New York. Þeirri niðurstöðu hefur slitastjórnin áfrýjað. Kröfunni um opinberun gagnanna var hins vegar haldið lifandi fyrir gjaldþrotadómstól þar sem þau væru talin mikilvæg fyrir slitameðferð þrotabús Glitnis. Í apríl síðastliðnum féllst dómstóllinn á kröfuna og úrskurðaði að gögnin skyldu opinberuð. Jón Ásgeir og Ingibjörg kröfðust þess í kjölfarið að úrskurðurinn yrði ógiltur með sömu rökum og þau höfðu tíundað í málarekstrinum í fyrra. Fyrir helgi féllst svo gjaldþrotadómstóllinn á ógildingarkröfuna að langstærstum hluta. Dómarinn Stuart M. Bernstein sagði að stefnurnar til gagnaöflunarinnar væru fyrst og fremst „veiðiferð“ til að komast í fjárhagsupplýsingar hjónanna, hvort sem þær tengdust Glitni eða ekki. Niðurstaða hans var að engar upplýsingar skyldu opinberaðar nema þær sem tengdust beint verðmæti einnar íbúðarinnar að Gramercy Park og veði Glitnis í henni. [email protected] Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Baugsmál, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Gerald Sullenbereger Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag. Slitastjórnin stefndi bönkunum tveimur, Citigroup og Royal Bank of Canada, og hússtjórninni að Gramercy Park North 50, þar sem hjónin áttu íbúðir, til afhendingar gagnanna í fyrravor í tengslum við risavaxið skaðabótamál á hendur sjö manns tengdum Glitni. Upplýsingarnar sem um ræðir eru annars vegar reikningsyfirlit og viðskiptasaga þeirra úr bönkunum tveimur, öll samskipti við bankana og hvaðeina sem til væri um fjárhag þeirra, eignir og annað. Frá hússtjórninni var farið fram á ítarlegar fjárhags- og persónuupplýsingar sem hjónin þurftu að skila inn þegar íbúðirnar voru keyptar, meðal annars skattframtöl aftur í tímann og reikningsyfirlit. Slitastjórnin taldi að allar þessar upplýsingar væru ákaflega mikilvægar fyrir málareksturinn þar ytra, enda gætu þær sýnt fram á það hvert fjármunirnir runnu sem hjónin og meintir samverkamenn þeirra áttu að hafa sogið út úr Glitni með viðamiklu samsæri. Jón Ásgeir og Ingibjörg mótmæltu þessari kröfu hins vegar harðlega, sögðu upplýsingarnar ákaflega viðkvæmar og persónulegar og kæmu málinu ekki við á nokkurn hátt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skaðabótamáli slitastjórnarinnar meðal annars verið vísað frá dómi þar sem ekki var talinn grundvöllur fyrir því að höfða það í New York. Þeirri niðurstöðu hefur slitastjórnin áfrýjað. Kröfunni um opinberun gagnanna var hins vegar haldið lifandi fyrir gjaldþrotadómstól þar sem þau væru talin mikilvæg fyrir slitameðferð þrotabús Glitnis. Í apríl síðastliðnum féllst dómstóllinn á kröfuna og úrskurðaði að gögnin skyldu opinberuð. Jón Ásgeir og Ingibjörg kröfðust þess í kjölfarið að úrskurðurinn yrði ógiltur með sömu rökum og þau höfðu tíundað í málarekstrinum í fyrra. Fyrir helgi féllst svo gjaldþrotadómstóllinn á ógildingarkröfuna að langstærstum hluta. Dómarinn Stuart M. Bernstein sagði að stefnurnar til gagnaöflunarinnar væru fyrst og fremst „veiðiferð“ til að komast í fjárhagsupplýsingar hjónanna, hvort sem þær tengdust Glitni eða ekki. Niðurstaða hans var að engar upplýsingar skyldu opinberaðar nema þær sem tengdust beint verðmæti einnar íbúðarinnar að Gramercy Park og veði Glitnis í henni. [email protected]
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira