Aðgerðir til bjargar gjaldþrota fjármálafyrirtækjum Hákon Hrafn Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun