AkureyrarAkademían: Hluti af fræðasamfélagi Norðurlands Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 AkureyrarAkademían – Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er fimm ára. Því er ástæða til þess að rýna aðeins í vaxtarmöguleika félagsins og hvetja hvern þann sem tök hefur að styðja við starfsemi félagsins. AkureyrarAkademían hefur gert félögum sínum kleift að vinna að sínum fræðum í skapandi og hvetjandi umhverfi, þar sem fólk styður hvert annað bæði fræðilega og í gegnum hversdagsleg samskipti. Hún skapar þannig ný atvinnutækifæri og stuðlar að nýrri þekkingu. Hún laðar til bæjarins fræðafólk til lengri og skemmri tíma, bæði erlendis frá og frá höfuðborgarsvæðinu. Hún er mikilvægur stuðningur við vaxandi menningarlíf í þessum bæ, við Háskólann, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga. AkureyrarAkademían sem vinnustaður er komin til að vera. Þegar rætt er við fólk sem hefur nýtt sér vinnuaðstöðuna í húsinu verður ljóst hversu mikilvæg aðstaðan hefur verið fyrir flest þeirra. Það að geta setið í ró og næði og stundað fræðistörf er dýrmætt. En það er samfélagið í húsinu, þverfaglegt samtal, samstarf og félagsskapur af fólki með ólíkan bakgrunn sem gerir vinnuaðstöðuna í húsinu ómetanlega. Sá góði andi sem ríkir í húsinu, næðið sem fólk hefur þar og öll aðstaða gerir að verkum að fólki vinnst vel. Allnokkrir félagar í meistara- eða doktorsnámi við Háskóla Íslands eða háskóla erlendis hafa eða hafa haft vinnuaðstöðu í húsinu. Ljóst er, að ef þessi aðstaða væri ekki fyrir hendi hefðu sum þeirra jafnvel tekið ákvörðun um að flytja búferlum. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er komið til að vera. Þegar rætt er við félagsfólk um mikilvægi þess að hér fyrir norðan sé starfandi slíkur félagsskapur eru margir á þeirri skoðun að áfram þurfi að vinna að því að efla og styrkja starf félagsins sem nær til fólks á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn úr akademíu og skóla lífsins, fólks sem býr yfir fjölbreyttri þekkingu sem gildir að virkja. Viðburðir AkureyrarAkademíunnar hafa skapað sér fastan sess í fræða- og menningarlífi Akureyrarbæjar og Norðurlands alls. Sérstaklega verða hin ýmsu þing Akademíunnar þar sem teflt hefur verið saman fólki úr ýmsum atvinnugreinum, fræðum og listum að teljast vel heppnuð og gefa þau fyrirheit um það sem koma skal. Einnig hefur það verið aðalsmerki Akademíunnar að fræðafólk úr ýmsum áttum hefur kvatt sér hljóðs á vettvangi Akademíunnar og þarf svo að vera, því enginn annar vettvangur er til staðar á Norðurlandi þar sem jafn fjölbreyttur og breiður hópur hefur möguleika á því að tjá sig á opinberum vettvangi um hin ýmsu fræði, stærri og minni. Umfang þeirrar starfsemi sem AkureyrarAkademían mun sinna í náinni framtíð ræðst af því hvernig ríki, bæjarfélög og aðrir aðilar sjá sér fært að styrkja félagið til athafna. Fyrir stjórn og félagsfólk allt er það eitt helsta verkefnið að leita leiða til þess að fjármagna starf félagsins. Ljóst er að félagið hefur einhverja möguleika til að sækja um minni styrki fyrir staka viðburði, en áríðandi er að opinberir aðilar tryggi að daglegum rekstri félagsins sé borgið. Vaxtarmöguleikar AkureyrarAkademíunnar tengjast einnig ákvörðunum um húsnæðið í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Húsið myndi sóma sér vel sem fræðasetur á Akureyri, sem fólkvangur þar sem áhugafólk og fræðafólk af vettvangi lista, menningar og hvers kyns vísinda hefði áfram tök á því að bera saman bækur sínar, sinna samtali og þverfaglegri gagnrýni, sem væri til þess fallin að hvetja einstaklinga til að hugsa út fyrir ramma eigin sérgreinar í átt að nýsköpun og framtíð sem byggir á gagnkvæmri virðingu og forvitni þess sem vill vita meira. Ekki má líta framhjá því að auk þess að vera fræðilegur aflvaki er Akademían ekki síður mikilvæg atvinnusköpun í nærsamfélagi sínu. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur Akademían beint og óbeint stuðlað að atvinnusköpun og nýsköpun á svæðinu. Innan veggja Akademíunnar hafa þannig verið unnin rannsóknarverkefni, skrifaðar bækur, unnið að menningarviðburðum, og listsköpun. Fræðimennska er atvinnugrein þeirra sem hana stunda og þótt Akademían sé ekki atvinnurekandi í beinum skilningi er hún mikilvægur grundvöllur þeirra starfa sem Akademónar vinna. Hún er skjólshús fjölmargra sjálfstætt starfandi fræðimanna og skapar þeim frjóan vettvang sem ekki síst hvetur til þverfaglegs samtals og samvinnu. Sem slík eflir Akademían fræðilegan fjölbreytileika á Akureyri og eykur möguleika og víðsýni ungs fræðafólks á svæðinu þegar kemur að starfsmöguleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
AkureyrarAkademían – Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er fimm ára. Því er ástæða til þess að rýna aðeins í vaxtarmöguleika félagsins og hvetja hvern þann sem tök hefur að styðja við starfsemi félagsins. AkureyrarAkademían hefur gert félögum sínum kleift að vinna að sínum fræðum í skapandi og hvetjandi umhverfi, þar sem fólk styður hvert annað bæði fræðilega og í gegnum hversdagsleg samskipti. Hún skapar þannig ný atvinnutækifæri og stuðlar að nýrri þekkingu. Hún laðar til bæjarins fræðafólk til lengri og skemmri tíma, bæði erlendis frá og frá höfuðborgarsvæðinu. Hún er mikilvægur stuðningur við vaxandi menningarlíf í þessum bæ, við Háskólann, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga. AkureyrarAkademían sem vinnustaður er komin til að vera. Þegar rætt er við fólk sem hefur nýtt sér vinnuaðstöðuna í húsinu verður ljóst hversu mikilvæg aðstaðan hefur verið fyrir flest þeirra. Það að geta setið í ró og næði og stundað fræðistörf er dýrmætt. En það er samfélagið í húsinu, þverfaglegt samtal, samstarf og félagsskapur af fólki með ólíkan bakgrunn sem gerir vinnuaðstöðuna í húsinu ómetanlega. Sá góði andi sem ríkir í húsinu, næðið sem fólk hefur þar og öll aðstaða gerir að verkum að fólki vinnst vel. Allnokkrir félagar í meistara- eða doktorsnámi við Háskóla Íslands eða háskóla erlendis hafa eða hafa haft vinnuaðstöðu í húsinu. Ljóst er, að ef þessi aðstaða væri ekki fyrir hendi hefðu sum þeirra jafnvel tekið ákvörðun um að flytja búferlum. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er komið til að vera. Þegar rætt er við félagsfólk um mikilvægi þess að hér fyrir norðan sé starfandi slíkur félagsskapur eru margir á þeirri skoðun að áfram þurfi að vinna að því að efla og styrkja starf félagsins sem nær til fólks á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn úr akademíu og skóla lífsins, fólks sem býr yfir fjölbreyttri þekkingu sem gildir að virkja. Viðburðir AkureyrarAkademíunnar hafa skapað sér fastan sess í fræða- og menningarlífi Akureyrarbæjar og Norðurlands alls. Sérstaklega verða hin ýmsu þing Akademíunnar þar sem teflt hefur verið saman fólki úr ýmsum atvinnugreinum, fræðum og listum að teljast vel heppnuð og gefa þau fyrirheit um það sem koma skal. Einnig hefur það verið aðalsmerki Akademíunnar að fræðafólk úr ýmsum áttum hefur kvatt sér hljóðs á vettvangi Akademíunnar og þarf svo að vera, því enginn annar vettvangur er til staðar á Norðurlandi þar sem jafn fjölbreyttur og breiður hópur hefur möguleika á því að tjá sig á opinberum vettvangi um hin ýmsu fræði, stærri og minni. Umfang þeirrar starfsemi sem AkureyrarAkademían mun sinna í náinni framtíð ræðst af því hvernig ríki, bæjarfélög og aðrir aðilar sjá sér fært að styrkja félagið til athafna. Fyrir stjórn og félagsfólk allt er það eitt helsta verkefnið að leita leiða til þess að fjármagna starf félagsins. Ljóst er að félagið hefur einhverja möguleika til að sækja um minni styrki fyrir staka viðburði, en áríðandi er að opinberir aðilar tryggi að daglegum rekstri félagsins sé borgið. Vaxtarmöguleikar AkureyrarAkademíunnar tengjast einnig ákvörðunum um húsnæðið í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Húsið myndi sóma sér vel sem fræðasetur á Akureyri, sem fólkvangur þar sem áhugafólk og fræðafólk af vettvangi lista, menningar og hvers kyns vísinda hefði áfram tök á því að bera saman bækur sínar, sinna samtali og þverfaglegri gagnrýni, sem væri til þess fallin að hvetja einstaklinga til að hugsa út fyrir ramma eigin sérgreinar í átt að nýsköpun og framtíð sem byggir á gagnkvæmri virðingu og forvitni þess sem vill vita meira. Ekki má líta framhjá því að auk þess að vera fræðilegur aflvaki er Akademían ekki síður mikilvæg atvinnusköpun í nærsamfélagi sínu. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur Akademían beint og óbeint stuðlað að atvinnusköpun og nýsköpun á svæðinu. Innan veggja Akademíunnar hafa þannig verið unnin rannsóknarverkefni, skrifaðar bækur, unnið að menningarviðburðum, og listsköpun. Fræðimennska er atvinnugrein þeirra sem hana stunda og þótt Akademían sé ekki atvinnurekandi í beinum skilningi er hún mikilvægur grundvöllur þeirra starfa sem Akademónar vinna. Hún er skjólshús fjölmargra sjálfstætt starfandi fræðimanna og skapar þeim frjóan vettvang sem ekki síst hvetur til þverfaglegs samtals og samvinnu. Sem slík eflir Akademían fræðilegan fjölbreytileika á Akureyri og eykur möguleika og víðsýni ungs fræðafólks á svæðinu þegar kemur að starfsmöguleikum.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun