Líður barninu þínu vel í skóla? Ragna Óladóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun