Þegar á hólminn var komið Jón Steinsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Helgina 4.-5. október 2008 stóðu Geir Haarde og samstarfsfólk hans í ríkisstjórn frammi fyrir einhverjum veigamestu ákvörðunum sem íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið frammi fyrir frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Ákvörðunin sem á endanum var tekin – að neita bönkunum um frekari fyrirgreiðslu hjá ríkinu (utan eitt lán til Kaupþings með veði í FIB) en setja þess í stað neyðarlög til þess að búa í haginn fyrir fall þeirra – var einstaklega róttæk í sögulegu samhengi. Hún var þar að auki alls ekki eini leikurinn í stöðunni eins og margir hafa haldið fram. Þessi ákvörðun hefur skipt sköpum fyrir hag okkar Íslendinga. Ég man enn eins og það hafi gerst í gær hvernig viðbrögð yfirmanna sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) voru þegar fulltrúi forsætisráðuneytisins upplýsti þá um þessa ákvörðun íslenskra stjórnvalda eftirmiðdaginn 6. október – nokkrum klukkustundum áður en neyðarlagafrumvarpið var lagt fram á Alþingi. Þeir misstu andlitið, supu hveljur og áttu ekki til orð. Ætluðum við virkilega að fara þessa leið? Áttuðum við okkur ekki á því hvers lags ragnarök við værum að kalla yfir land og þjóð með þessu? Seinna sama kvöld sat ég fund þar sem fulltrúar AGS reyndu að sannfæra okkur um að uppþot myndu brjótast út strax næsta dag og hamstur myndi leiða til skorts á matvælum fyrir lok vikunnar. Á svipuðum tíma stóð forsætisráðherra Írlands frammi fyrir sams konar ákvörðun. Fjármálamarkaðir voru í þann mund að missa trú á þarlendum bönkum. Alveg eins og á Íslandi fullyrtu bankastjórar írskra banka að þeir hefðu meira en nóg eigið fé og að einungis væri um lausafjárvanda að ræða sem rífleg fyrirgreiðsla frá ríkinu gæti ráðið bót á. Í þessari stöðu gerði forsætisráðherra Írlands það sem stjórnarherrar hafa nánast alltaf gert í slíkri stöðu. Hann ábyrgðist fyrir hönd írska ríkisins allar skuldir írska bankakerfisins. Nú þremur árum síðar er komið í ljós að írskir bankar voru í mun verri stöðu en þeir héldu fram – alveg eins og raunin var með íslensku bankana. Munurinn er hins vegar sá að á Írlandi lendir allt það tap á írskum skattgreiðendum (þar til þeir gefast á endanum upp og lýsa yfir gjaldþroti) á meðan bróðurparturinn af tapi íslensku bankanna lenti á erlendum kröfuhöfum. Ef horft er yfir sögu síðustu áratuga hefur það gerst ítrekað að bankakerfi landa hafa lent í vandræðum. Viðbrögð stjórnvalda hafa nánast án undantekninga verið þau að hlaupa undir bagga með bankakerfinu, óháð þeim kostnaði sem neyðaraðstoðin kallar yfir venjulega skattgreiðendur í viðkomandi landi. Ummæli yfirmanns í Seðlabanka Evrópu eru fræg: „Við leyfum ekki fatahreinsunum að fara á hausinn, hvað þá bönkum.“ Þessi ummæli lýsa vel þeirri gegndarlausu hræðslu sem gagntekur fjármálaelítu heimsins hvað það varðar að bönkum sé leyft að falla. Kostnaður írskra skattgreiðenda vegna bankakreppunnar stefnir í að verða meira en helmingi meiri en kostnaður íslenskra skattgreiðenda, þrátt fyrir að vandi bankakerfisins á Írlandi hafi reynst mun minni hlutfallslega en þeirra íslensku. Jafnvel löndum sem áttu við brotabrot af þeim vanda sem við reyndumst eiga við – eins og Holland og Bretland – tókst að íþyngja skattborgurum sínum meira í kreppunni en ríkisstjórn Geirs Haarde (ef horft er framhjá tapi Seðlabankans vegna ástarbréfaviðskipta). Þegar kreppan skall á var Ríkissjóður Íslands nánast skuldlaus og í aðstöðu til þess að veita bönkunum hundruð milljarða í fyrirgreiðslu. Það var einmitt slík fyrirgreiðsla sem bankarnir sóttust eftir helgina örlagaríku. Forystumenn Landsbankans sóttust eftir eins milljarðs evra láni frá ríkissjóði. Þeir fullyrtu að slíkt lán myndi tryggja bankanum traust markaða og fleyta honum yfir fjármálastorminn sem þá geisaði. Það var deginum ljósara að ríkisstjórnin hafði tök á því að veita Landsbankanum slíkt lán. Spurningin var hvort það væri skynsamlegt. Flestir sérfræðingar voru á því að eina vitið væri að reyna til þrautar að bjarga bönkunum. Willem Buiter og Anne Sibert skrifuðu til dæmis fræga skýrslu fyrir Landsbankann sumarið 2008 þar sem þau vöruðu við fallhættu íslenska bankakerfisins en sögðu að viðbrögð stjórnvalda við slíkri kreppu ætti að felast í því að verja bankana falli með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal að selja eignir lífeyrissjóðanna og veðsetja orkuauðlindir þjóðarinnar. Þessar ráðleggingar Buiter og Siberts voru (og eru) talin „almenn sannindi“ á meðal fjármálaelítunnar í heiminum. Það þarf ekki að horfa lengra en til viðbragða Evrópusambandsins við fjármálavanda Írlands, Grikklands, Portúgals og fleiri landa um þessar mundir til að sjá hversu ríkjandi þessu hugsun er. Það þurfti því bæði hugrekki og yfirvegun til þess að bjóða þessum „almennu sannindum“ birginn og feta ótroðna slóð í miðju því fjármálafárviðri sem geisaði í byrjun október 2008. Geir Haarde og samstarfsmenn hans í ríkisstjórn voru undir ævintýralegu álagi. Afdrif heillar þjóðar um langa framtíð voru háð réttum viðbrögðum. Upplýsingar voru ótraustar og þrýstingur um tilteknar aðgerðir var yfirþyrmandi. Þrátt fyrir það hafði forsætisráðherra nægilega yfirvegun til þess að taka ákvarðanir sem reyndust réttar en voru í grundvallaratriðum á skjön við það sem allar aðrar þjóðir gerðu og kallaði til skamms tíma yfir okkur einstaklega hörð viðbrögð jafnvel nánustu vinaþjóða. Hefði ríkisstjórnin lánað Landsbankanum einn milljarð evra helgina 4.-5. október hefðu þeir fjármunir líklegast tapast að mestu eða öllu leyti. Ríkissjóður hefði þá staðið verr og þurft að skera enn meira niður og hækka skatta enn meira. En það sem meira er, ef Geir og ríkisstjórn hans hefðu ekki tekið ákvörðun þessa helgi um að setja strax neyðarlög hefði fall bankanna getað valdið upplausn af allt annarri stærðargráðu en raunin varð. Skjót viðbrögð stjórnvalda á þessum tíma gerðu það að verkum að grunnstoðir fjármálakerfisins héldu áfram að virka þrátt fyrir að bankarnir hafi fallið. Fólk gat áfram keypt nauðsynjavörur með greiðslukortum, það gat áfram borgað reikninga í heimabankanum, fékk áfram laun millifærð inn á bankareikning og svo framvegis. Fyrir vikið hélt stærstur hluti hagkerfisins áfram að starfa eðlilega. Flestir útlendingar eru furðu lostnir yfir því að ekki hafi farið verr. Þeir trúa því varla að atvinnuleysi hafi aldrei farið yfir 10%. Það er ekki fyrr en maður útskýrir fyrir þeim að við höfum sett neyðarlög og leyft bönkunum að falla án þess að gera ríkissjóð gjaldþrota sem þeir byrja að skilja hvers lags er. Margir samverkandi þættir urðu til þess að bankakerfið á Íslandi blés út og sprakk með þeim efnahagslegu afleiðingum sem við erum enn að glíma við. Vissulega hefur komið í ljós að margt hefði mátt gera betur, og sumt miklu betur. Á því bera stjórnmálamenn þess tíma pólitíska ábyrgð. En í aðdraganda hrunsins var stefna íslenskra stjórnvalda í raun sama eðlis og stefna margra nágrannaþjóða okkar. Ríkisstjórnir fjölda landa voru að gera sömu mistökin. Þegar hins vegar á hólminn var komið skildi á milli Íslands og annarra landa. Stjórnvöld á Íslandi settu neyðarlög sem opnuðu fyrir það að bankarnir gætu fallið án þess að allt tap þeirra lenti á skattgreiðendum eða þjóðfélagið gengi algerlega úr skorðum. Þetta var lang mikilvægasta ákvörðunin. Hún var rétt og bjargaði þjóðinni frá gjaldþroti. Að þessu leyti stóð Geir sig betur en starfsbræður hans annars staðar. Þessi atriði ætti Landsdómur að hafa hugfast þegar hann tekur afstöðu til þess hvort Geir hafi brotið af sér í starfi. Á hvaða mælistiku ætlar hann eiginlega að leggja störf Geirs Haarde? Aðstæðurnar sem Geir og ríkisstjórn hans stóðu frammi fyrir haustið 2008 voru einstæðar í Íslandssögunni. Hagsmunirnir sem um var að tefla voru yfirþyrmandi. Úr öllum áttum bárust ráðleggingar, kröfugerðir og hugmyndir um hvernig bregðast skyldi við. Í þeirri fjármálakreppu, sem ennþá sér ekki fyrir endann á í heiminum, var Ísland fyrst til þess að þurfa að horfast í augu við þann kalda sannleika að fjármálakerfið væri byggt á sandi. Tafarlausra aðgerða var þörf þótt „stríðsþoka“ fjármálakreppunnar kæmi í veg fyrir að allur sannleikurinn lægi fyrir. Þegar svo háttar mun enginn mannlegur máttur megna það að gera allt rétt. Þá skiptir mestu að viðbrögðin við stóru atriðunum séu sem réttust. Í tilfelli Íslands tókst það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Landsdómur Skoðanir Skoðun Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Helgina 4.-5. október 2008 stóðu Geir Haarde og samstarfsfólk hans í ríkisstjórn frammi fyrir einhverjum veigamestu ákvörðunum sem íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið frammi fyrir frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Ákvörðunin sem á endanum var tekin – að neita bönkunum um frekari fyrirgreiðslu hjá ríkinu (utan eitt lán til Kaupþings með veði í FIB) en setja þess í stað neyðarlög til þess að búa í haginn fyrir fall þeirra – var einstaklega róttæk í sögulegu samhengi. Hún var þar að auki alls ekki eini leikurinn í stöðunni eins og margir hafa haldið fram. Þessi ákvörðun hefur skipt sköpum fyrir hag okkar Íslendinga. Ég man enn eins og það hafi gerst í gær hvernig viðbrögð yfirmanna sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) voru þegar fulltrúi forsætisráðuneytisins upplýsti þá um þessa ákvörðun íslenskra stjórnvalda eftirmiðdaginn 6. október – nokkrum klukkustundum áður en neyðarlagafrumvarpið var lagt fram á Alþingi. Þeir misstu andlitið, supu hveljur og áttu ekki til orð. Ætluðum við virkilega að fara þessa leið? Áttuðum við okkur ekki á því hvers lags ragnarök við værum að kalla yfir land og þjóð með þessu? Seinna sama kvöld sat ég fund þar sem fulltrúar AGS reyndu að sannfæra okkur um að uppþot myndu brjótast út strax næsta dag og hamstur myndi leiða til skorts á matvælum fyrir lok vikunnar. Á svipuðum tíma stóð forsætisráðherra Írlands frammi fyrir sams konar ákvörðun. Fjármálamarkaðir voru í þann mund að missa trú á þarlendum bönkum. Alveg eins og á Íslandi fullyrtu bankastjórar írskra banka að þeir hefðu meira en nóg eigið fé og að einungis væri um lausafjárvanda að ræða sem rífleg fyrirgreiðsla frá ríkinu gæti ráðið bót á. Í þessari stöðu gerði forsætisráðherra Írlands það sem stjórnarherrar hafa nánast alltaf gert í slíkri stöðu. Hann ábyrgðist fyrir hönd írska ríkisins allar skuldir írska bankakerfisins. Nú þremur árum síðar er komið í ljós að írskir bankar voru í mun verri stöðu en þeir héldu fram – alveg eins og raunin var með íslensku bankana. Munurinn er hins vegar sá að á Írlandi lendir allt það tap á írskum skattgreiðendum (þar til þeir gefast á endanum upp og lýsa yfir gjaldþroti) á meðan bróðurparturinn af tapi íslensku bankanna lenti á erlendum kröfuhöfum. Ef horft er yfir sögu síðustu áratuga hefur það gerst ítrekað að bankakerfi landa hafa lent í vandræðum. Viðbrögð stjórnvalda hafa nánast án undantekninga verið þau að hlaupa undir bagga með bankakerfinu, óháð þeim kostnaði sem neyðaraðstoðin kallar yfir venjulega skattgreiðendur í viðkomandi landi. Ummæli yfirmanns í Seðlabanka Evrópu eru fræg: „Við leyfum ekki fatahreinsunum að fara á hausinn, hvað þá bönkum.“ Þessi ummæli lýsa vel þeirri gegndarlausu hræðslu sem gagntekur fjármálaelítu heimsins hvað það varðar að bönkum sé leyft að falla. Kostnaður írskra skattgreiðenda vegna bankakreppunnar stefnir í að verða meira en helmingi meiri en kostnaður íslenskra skattgreiðenda, þrátt fyrir að vandi bankakerfisins á Írlandi hafi reynst mun minni hlutfallslega en þeirra íslensku. Jafnvel löndum sem áttu við brotabrot af þeim vanda sem við reyndumst eiga við – eins og Holland og Bretland – tókst að íþyngja skattborgurum sínum meira í kreppunni en ríkisstjórn Geirs Haarde (ef horft er framhjá tapi Seðlabankans vegna ástarbréfaviðskipta). Þegar kreppan skall á var Ríkissjóður Íslands nánast skuldlaus og í aðstöðu til þess að veita bönkunum hundruð milljarða í fyrirgreiðslu. Það var einmitt slík fyrirgreiðsla sem bankarnir sóttust eftir helgina örlagaríku. Forystumenn Landsbankans sóttust eftir eins milljarðs evra láni frá ríkissjóði. Þeir fullyrtu að slíkt lán myndi tryggja bankanum traust markaða og fleyta honum yfir fjármálastorminn sem þá geisaði. Það var deginum ljósara að ríkisstjórnin hafði tök á því að veita Landsbankanum slíkt lán. Spurningin var hvort það væri skynsamlegt. Flestir sérfræðingar voru á því að eina vitið væri að reyna til þrautar að bjarga bönkunum. Willem Buiter og Anne Sibert skrifuðu til dæmis fræga skýrslu fyrir Landsbankann sumarið 2008 þar sem þau vöruðu við fallhættu íslenska bankakerfisins en sögðu að viðbrögð stjórnvalda við slíkri kreppu ætti að felast í því að verja bankana falli með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal að selja eignir lífeyrissjóðanna og veðsetja orkuauðlindir þjóðarinnar. Þessar ráðleggingar Buiter og Siberts voru (og eru) talin „almenn sannindi“ á meðal fjármálaelítunnar í heiminum. Það þarf ekki að horfa lengra en til viðbragða Evrópusambandsins við fjármálavanda Írlands, Grikklands, Portúgals og fleiri landa um þessar mundir til að sjá hversu ríkjandi þessu hugsun er. Það þurfti því bæði hugrekki og yfirvegun til þess að bjóða þessum „almennu sannindum“ birginn og feta ótroðna slóð í miðju því fjármálafárviðri sem geisaði í byrjun október 2008. Geir Haarde og samstarfsmenn hans í ríkisstjórn voru undir ævintýralegu álagi. Afdrif heillar þjóðar um langa framtíð voru háð réttum viðbrögðum. Upplýsingar voru ótraustar og þrýstingur um tilteknar aðgerðir var yfirþyrmandi. Þrátt fyrir það hafði forsætisráðherra nægilega yfirvegun til þess að taka ákvarðanir sem reyndust réttar en voru í grundvallaratriðum á skjön við það sem allar aðrar þjóðir gerðu og kallaði til skamms tíma yfir okkur einstaklega hörð viðbrögð jafnvel nánustu vinaþjóða. Hefði ríkisstjórnin lánað Landsbankanum einn milljarð evra helgina 4.-5. október hefðu þeir fjármunir líklegast tapast að mestu eða öllu leyti. Ríkissjóður hefði þá staðið verr og þurft að skera enn meira niður og hækka skatta enn meira. En það sem meira er, ef Geir og ríkisstjórn hans hefðu ekki tekið ákvörðun þessa helgi um að setja strax neyðarlög hefði fall bankanna getað valdið upplausn af allt annarri stærðargráðu en raunin varð. Skjót viðbrögð stjórnvalda á þessum tíma gerðu það að verkum að grunnstoðir fjármálakerfisins héldu áfram að virka þrátt fyrir að bankarnir hafi fallið. Fólk gat áfram keypt nauðsynjavörur með greiðslukortum, það gat áfram borgað reikninga í heimabankanum, fékk áfram laun millifærð inn á bankareikning og svo framvegis. Fyrir vikið hélt stærstur hluti hagkerfisins áfram að starfa eðlilega. Flestir útlendingar eru furðu lostnir yfir því að ekki hafi farið verr. Þeir trúa því varla að atvinnuleysi hafi aldrei farið yfir 10%. Það er ekki fyrr en maður útskýrir fyrir þeim að við höfum sett neyðarlög og leyft bönkunum að falla án þess að gera ríkissjóð gjaldþrota sem þeir byrja að skilja hvers lags er. Margir samverkandi þættir urðu til þess að bankakerfið á Íslandi blés út og sprakk með þeim efnahagslegu afleiðingum sem við erum enn að glíma við. Vissulega hefur komið í ljós að margt hefði mátt gera betur, og sumt miklu betur. Á því bera stjórnmálamenn þess tíma pólitíska ábyrgð. En í aðdraganda hrunsins var stefna íslenskra stjórnvalda í raun sama eðlis og stefna margra nágrannaþjóða okkar. Ríkisstjórnir fjölda landa voru að gera sömu mistökin. Þegar hins vegar á hólminn var komið skildi á milli Íslands og annarra landa. Stjórnvöld á Íslandi settu neyðarlög sem opnuðu fyrir það að bankarnir gætu fallið án þess að allt tap þeirra lenti á skattgreiðendum eða þjóðfélagið gengi algerlega úr skorðum. Þetta var lang mikilvægasta ákvörðunin. Hún var rétt og bjargaði þjóðinni frá gjaldþroti. Að þessu leyti stóð Geir sig betur en starfsbræður hans annars staðar. Þessi atriði ætti Landsdómur að hafa hugfast þegar hann tekur afstöðu til þess hvort Geir hafi brotið af sér í starfi. Á hvaða mælistiku ætlar hann eiginlega að leggja störf Geirs Haarde? Aðstæðurnar sem Geir og ríkisstjórn hans stóðu frammi fyrir haustið 2008 voru einstæðar í Íslandssögunni. Hagsmunirnir sem um var að tefla voru yfirþyrmandi. Úr öllum áttum bárust ráðleggingar, kröfugerðir og hugmyndir um hvernig bregðast skyldi við. Í þeirri fjármálakreppu, sem ennþá sér ekki fyrir endann á í heiminum, var Ísland fyrst til þess að þurfa að horfast í augu við þann kalda sannleika að fjármálakerfið væri byggt á sandi. Tafarlausra aðgerða var þörf þótt „stríðsþoka“ fjármálakreppunnar kæmi í veg fyrir að allur sannleikurinn lægi fyrir. Þegar svo háttar mun enginn mannlegur máttur megna það að gera allt rétt. Þá skiptir mestu að viðbrögðin við stóru atriðunum séu sem réttust. Í tilfelli Íslands tókst það.
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun