Hvers vegna er ríkisstjórnin á móti framleiðslu kvikmynda? Björn B. Björnsson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé?
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun