Jónsi dáleiddi Crowe 2. september 2011 08:00 Sögulegt samstarf Bandaríski leikstjórinnCameron Crowe segir í viðtali við vefsíðuna ifc.com að samstarfið við Jónsa sé sögulegt; íslenski tónlistarmaðurinn hafi samið nýja persónu inn í myndina We Bought a Zoo. Leikstjórinn hyggst notast við tónlist á allt annan hátt en hann hefur áður gert og það sé ekki síst vegna samstarfsins við Jónsa.NordicPhotos/Getty Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er almennt talinn vera snillingur í notkun tónlistar í kvikmyndum sínum. En hann hyggst venda kvæði sín í kross í sinni nýjustu mynd með aðstoð Jónsa úr Sigur Rós. Það styttist í að nýjasta kvikmynd Camerons Crowe, We Bought a Zoo, verði frumsýnd. Myndin skartar Matt Damon, Scarlett Johansson og Thomas Haden Church í aðalhlutverkum og segir frá ungum föður sem ákveður að endurreisa gamlan dýragarð. Crowe hefur haft einstakt nef fyrir tónlist í kvikmyndum sínum og notkun hans gæðir þær miklu lífi. Leikstjórinn hóf ungur störf hjá bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone og sú fortíð hefur mótað kvikmyndagerð leikstjórans. Hann gerði þessum endurminningum sínum góð skil í kvikmyndinni Almost Famous. Crowe lýsir því hins vegar í viðtali við vefsíðuna ifc.com hvernig hann notar tónlist á allt annan hátt í We Bought a Zoo og það sé ekki síst fyrir tilstilli tónlistar Jónsa. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af tónlistinni hans og Sigur Rósar og hlustuðum á þá allan tímann sem við vorum í upptökum. Þegar við vorum hálfnuð lá það einhvern veginn í augum uppi að Jónsi myndi semja tónlistina þannig að ég skrifaði honum tölvupóst og náði í skottið á honum á Íslandi. Hann bað um að fá að lesa handritið og ég sendi honum bæði það og atriði úr myndinni. Hann stökk bara upp í flugvél, kom hingað frá Íslandi, samdi tónlistina strax og við höfum verið í hálfgerðri dáleiðslu síðan.“ Cameron viðurkennir að tónlistin í myndunum hans hafi yfirleitt verið samansett eins og safnskífa til að ná fram rétta andrúmsloftinu og draga fram persónuleika myndarinnar. „Ég hef alltaf nálgast kvikmyndir mínar á þann hátt en nú er þetta frábrugðið, tónlist Jónsa er eins og viðbótarpersóna. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Crowe grunar hreinlega að það verði ekki mörg lög eftir aðra listamenn í myndinni því Jónsi sé hamhleypa til verka, hann sé alltaf að semja ný lög. „Tónlist mun ekki leika neitt minna hlutverk í myndinni, hún verður bara öðruvísi.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira