Tímamót í sögu Stígamóta Guðrún Jónsdóttir skrifar 3. september 2011 06:00 Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Það er því með mikilli ánægju sem það tilkynnist að Stígamót hafa nú opnað nýtt kvennaathvarf. Athvarfið er ætlað breiðum hópi kvenna. Þangað verða boðnar velkomnar konur á leið úr klámiðnaðinum, vændi og mansali. Þar verður líka pláss fyrir konur utan höfuðborgarsvæðisins sem vilja nýta sér þjónustu Stígamóta og ef húsrúm nægir er hugsanlegt að hýsa konur af öðrum ástæðum. Í athvarfinu, sem er stórt, bjart og fallegt, getum við auðveldlega hýst 6 konur. Þær munu fá eigin herbergi, þeim verður gert mögulegt að dvelja þar í lengri tíma en í hefðbundnum athvörfum og lögð verður áhersla á að þær fái allan þann stuðning sem þær þurfa til þess að vinna sig út úr viðjum ofbeldis, styrkja sig og efla. Óskað hefur verið eftir sem bestu samstarfi við allar þær stofnanir og samtök sem að ofbeldismálum koma. Til þess að hafa samband við athvarfið þarf að hringja í Stígamót í síma 562-6868. Þar sem rekstur kvenna-atharfa er dýr væri verkefnið ómögulegt ef ekki kæmi til skilningur stjórnvalda, fjársöfnun Skottanna árið 2010 og ómetanlegt vinnuframlag sjálfboðaliða. Margar konur með ýmiss konar reynslu, menntun og þekkingu hafa boðið fram krafta sína til þess að gera drauminn að veruleika. Stofnun Stígamótaathvarfs er eðilegt framhald af þeirri starfsemi sem Stígamót hafa fengist við fram að þessu. Árlega leita tugir kvenna og stundum líka karlar eftir stuðningi og aðstoð til þess að vinna úr reynslu af vændi. Það hefur hent nokkrum sinnum að Stígamót hafa haft milligöngu um að konur úr vændi hafi flúið land og fengið athvarf hjá systursamtökum í nágrannalöndunum. Það hefur verið gert vegna þess að hér á landi hafa ekki verið til passandi úrræði. Þetta hefur líka átt við um konur sem tengst hafa mansalsmálum. Sérsniðin úrræði fyrir þær konur hafa hingað til ekki verið til. Stígamóta-athvarfið er ætlað til þess m.a. að bæta úr þessum skorti á úrræðum. En það er fleira á döfinni á Stígamótum. Þegar er hafið starf Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins og má nefna að ráðgjafi Stígamóta veitir viðtalsþjónustu á Sauðárkróki hálfsmánaðarlega. Á næstunni verður fleiri stöðum bætt við og verður þjónustan kynnt rækilega. Í september munu Stígamót endurútgefa ítarlega bæklinga um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Bæklingarnir, sem eru um 50 síður hvor, verða ókeypis fyrir Stígamótafólk og má nálgast þá á Stígamótum, Hverfisgötu 115. Að lokum skal þess getið að á næstu vikum mun almenningi gefast kostur á að styrkja Stígamót í bókstaflegri merkingu. Fjöldi götukynna mun kynna starfið í Kringlunni, í Smáralindinni og á öðrum fjölförnum stöðum og gefa fólki kost á að leggja fram mánaðarlega upphæð til þess að hægt verði að halda úti því umfangsmikla starfi sem Stígamót standa fyrir. Einnig verður hægt að gerast styrktaraðili í gegnum heimasíðuna www.stigamot.is. Fjáröflunin fer fram undir yfirskriftinni „Stingum ekki höfðinu í sandinn, horfumst í augu við raunveruleikann“. Við skorum á fólk að taka þátt svo við getum haldið úti þeirri mikilvægu þjónustu sem svo margir þurfa á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Það er því með mikilli ánægju sem það tilkynnist að Stígamót hafa nú opnað nýtt kvennaathvarf. Athvarfið er ætlað breiðum hópi kvenna. Þangað verða boðnar velkomnar konur á leið úr klámiðnaðinum, vændi og mansali. Þar verður líka pláss fyrir konur utan höfuðborgarsvæðisins sem vilja nýta sér þjónustu Stígamóta og ef húsrúm nægir er hugsanlegt að hýsa konur af öðrum ástæðum. Í athvarfinu, sem er stórt, bjart og fallegt, getum við auðveldlega hýst 6 konur. Þær munu fá eigin herbergi, þeim verður gert mögulegt að dvelja þar í lengri tíma en í hefðbundnum athvörfum og lögð verður áhersla á að þær fái allan þann stuðning sem þær þurfa til þess að vinna sig út úr viðjum ofbeldis, styrkja sig og efla. Óskað hefur verið eftir sem bestu samstarfi við allar þær stofnanir og samtök sem að ofbeldismálum koma. Til þess að hafa samband við athvarfið þarf að hringja í Stígamót í síma 562-6868. Þar sem rekstur kvenna-atharfa er dýr væri verkefnið ómögulegt ef ekki kæmi til skilningur stjórnvalda, fjársöfnun Skottanna árið 2010 og ómetanlegt vinnuframlag sjálfboðaliða. Margar konur með ýmiss konar reynslu, menntun og þekkingu hafa boðið fram krafta sína til þess að gera drauminn að veruleika. Stofnun Stígamótaathvarfs er eðilegt framhald af þeirri starfsemi sem Stígamót hafa fengist við fram að þessu. Árlega leita tugir kvenna og stundum líka karlar eftir stuðningi og aðstoð til þess að vinna úr reynslu af vændi. Það hefur hent nokkrum sinnum að Stígamót hafa haft milligöngu um að konur úr vændi hafi flúið land og fengið athvarf hjá systursamtökum í nágrannalöndunum. Það hefur verið gert vegna þess að hér á landi hafa ekki verið til passandi úrræði. Þetta hefur líka átt við um konur sem tengst hafa mansalsmálum. Sérsniðin úrræði fyrir þær konur hafa hingað til ekki verið til. Stígamóta-athvarfið er ætlað til þess m.a. að bæta úr þessum skorti á úrræðum. En það er fleira á döfinni á Stígamótum. Þegar er hafið starf Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins og má nefna að ráðgjafi Stígamóta veitir viðtalsþjónustu á Sauðárkróki hálfsmánaðarlega. Á næstunni verður fleiri stöðum bætt við og verður þjónustan kynnt rækilega. Í september munu Stígamót endurútgefa ítarlega bæklinga um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Bæklingarnir, sem eru um 50 síður hvor, verða ókeypis fyrir Stígamótafólk og má nálgast þá á Stígamótum, Hverfisgötu 115. Að lokum skal þess getið að á næstu vikum mun almenningi gefast kostur á að styrkja Stígamót í bókstaflegri merkingu. Fjöldi götukynna mun kynna starfið í Kringlunni, í Smáralindinni og á öðrum fjölförnum stöðum og gefa fólki kost á að leggja fram mánaðarlega upphæð til þess að hægt verði að halda úti því umfangsmikla starfi sem Stígamót standa fyrir. Einnig verður hægt að gerast styrktaraðili í gegnum heimasíðuna www.stigamot.is. Fjáröflunin fer fram undir yfirskriftinni „Stingum ekki höfðinu í sandinn, horfumst í augu við raunveruleikann“. Við skorum á fólk að taka þátt svo við getum haldið úti þeirri mikilvægu þjónustu sem svo margir þurfa á að halda.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun