Hvítbók um náttúruvernd Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. Hvítbókin er nýjung í vinnubrögðum við undirbúning löggjafar hérlendis, en í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í nærri tvö ár hafa höfundar bókarinnar unnið heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi, m.a. með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með staðfestingu ýmissa alþjóðasamninga. Auk þess er horft til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar á þessu sviði. Með því að horfa heildstætt yfir málaflokkinn er vonast til að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna. Í hvítbókinni er leidd saman þekking á ólíkum sviðum til þess að fá sem skýrastan grundvöll nýrrar löggjafar. Á næstu vikum verður hvítbókin kynnt, auk þess sem hún verður meginefni umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi 14. október. Að umhverfisþingi loknu verður kallað eftir athugasemdum frá almenningi, hagsmunasamtökum og öllum þeim sem láta sig náttúruvernd varða. Með þessu fást því sem næst tæmandi upplýsingar um grundvöll breytinganna og góð yfirsýn yfir ólík sjónarmið áður en hafist er handa við skrif á frumvarpi. Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. Hvítbókin er nýjung í vinnubrögðum við undirbúning löggjafar hérlendis, en í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í nærri tvö ár hafa höfundar bókarinnar unnið heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi, m.a. með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með staðfestingu ýmissa alþjóðasamninga. Auk þess er horft til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar á þessu sviði. Með því að horfa heildstætt yfir málaflokkinn er vonast til að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna. Í hvítbókinni er leidd saman þekking á ólíkum sviðum til þess að fá sem skýrastan grundvöll nýrrar löggjafar. Á næstu vikum verður hvítbókin kynnt, auk þess sem hún verður meginefni umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi 14. október. Að umhverfisþingi loknu verður kallað eftir athugasemdum frá almenningi, hagsmunasamtökum og öllum þeim sem láta sig náttúruvernd varða. Með þessu fást því sem næst tæmandi upplýsingar um grundvöll breytinganna og góð yfirsýn yfir ólík sjónarmið áður en hafist er handa við skrif á frumvarpi. Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar í framtíðinni.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar