Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera 17. september 2011 06:30 Starfsmenn reykjavíkurborgar Meðalstarfsaldur starfsmanna borgarinnar er 12,4 ár og meðallaun eru rúm 335 þúsund á mánuði.fréttablaðið/vilhelm Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. [email protected] [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. [email protected] [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira