Nú ber Evrópusambandið peninga í áróðurinn Guðni Ágústsson skrifar 17. september 2011 06:00 Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. Íslendingum var talin trú um að aðildarviðræðurnar snerust um kosti og galla þess að ganga í ESB og samninga. Nú er upplýsingaherferð ESB hafin á Íslandi og fyrirtæki valið til að berjast fyrir aðildinni sérstaklega. Þetta er almannatengslafyrirtækið Athygli sem vinnur verkið. Samkvæmt útboðslýsingunni er um að ræða „Maximum budget 1400 000 EUR“. Eða í íslenskum krónum 224 milljónir króna. Nú skulum við spyrja okkur að einni spurningu, hvers vegna skyldi „Upplýsingaherferð“ Evrópusambandsins hér á landi vera hlutlæg eða hlutlaus þegar sambandið hefur hvergi staðið fyrir slíku annars staðar? Stjórnarskrá okkar bannar íhlutunUpplýsingamiðlun ESB mun væntanlega alfarið vera byggð á efni frá sambandinu beint eða óbeint. Það er að segja einhliða upplýsingamiðlun. Með öðrum orðum áróðri. ESB fer ekki í aðildarviðræður öðruvísi en að hafa eitt markmið á hreinu að vinna kosningarnar hverju sinni. Heldur fólk almennt að ESB sé líklegt til að veita hlutlægar upplýsingar um sjálft sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu? Frekar en stjórnmálaflokkur í aðdraganda kosninga til Alþingis? Öll þekkjum við fagurgalann og fallega fólkið á flettiskiltunum og loforðin góðu? Svo skulum við spyrja okkur að hinu, samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá er erlendu ríki bannað að vera með íhlutun í málefni Íslands eða pólitík. Hér hefur ESB í kjölfar viðræðnanna opnað sendiráðsskrifstofu og býr sig undir að standa með ríkisstjórninni að landsmenn samþykki aðlögunarsamninginn og fúlgur fjár fylgja í áróðurinn. Aðlögun að ESB?Ef stjórnvöld í Króatíu eru spurð hvort þau séu í samningaviðræðum við Evrópusambandið er svar þeirra skýrt nei, við erum í aðlögunarferli. ESB fer ekki í svona viðræður nema á sama grunni við allar umsóknarþjóðir. Heimild Alþingis gekk út á samninga með skilyrðum, ekki satt? Alþingi gaf aldrei ríkisstjórninni heimild til að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum ESB. Það er leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands, eru þau til? Eða hefur leiðtogi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þetta allt í hendi sinni, jafn sannfærandi og málflutningur hans hefur verið á erlendri grund? Umsóknin lögð til hliðarStærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna. Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur árum og glímir við mikinn innri vanda bæði vegna evrunnar, skuldakreppu og stefnumörkunar inn í framtíðina sem ríkjabandalag á mörgum sviðum. Við þessar aðstæður og vegna þess að viðræðurnar snúast ekki um samninga heldur aðlögun er rétt að leggja aðildarviðræðurnar til hliðar um sinn. Við skulum því sameinast um að skora á alþingismenn okkar og Alþingi að leggja umsóknina til hliðar. Það gerir þú með því að fara inn á Skynsemi.is og skrifa undir slíka áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. Íslendingum var talin trú um að aðildarviðræðurnar snerust um kosti og galla þess að ganga í ESB og samninga. Nú er upplýsingaherferð ESB hafin á Íslandi og fyrirtæki valið til að berjast fyrir aðildinni sérstaklega. Þetta er almannatengslafyrirtækið Athygli sem vinnur verkið. Samkvæmt útboðslýsingunni er um að ræða „Maximum budget 1400 000 EUR“. Eða í íslenskum krónum 224 milljónir króna. Nú skulum við spyrja okkur að einni spurningu, hvers vegna skyldi „Upplýsingaherferð“ Evrópusambandsins hér á landi vera hlutlæg eða hlutlaus þegar sambandið hefur hvergi staðið fyrir slíku annars staðar? Stjórnarskrá okkar bannar íhlutunUpplýsingamiðlun ESB mun væntanlega alfarið vera byggð á efni frá sambandinu beint eða óbeint. Það er að segja einhliða upplýsingamiðlun. Með öðrum orðum áróðri. ESB fer ekki í aðildarviðræður öðruvísi en að hafa eitt markmið á hreinu að vinna kosningarnar hverju sinni. Heldur fólk almennt að ESB sé líklegt til að veita hlutlægar upplýsingar um sjálft sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu? Frekar en stjórnmálaflokkur í aðdraganda kosninga til Alþingis? Öll þekkjum við fagurgalann og fallega fólkið á flettiskiltunum og loforðin góðu? Svo skulum við spyrja okkur að hinu, samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá er erlendu ríki bannað að vera með íhlutun í málefni Íslands eða pólitík. Hér hefur ESB í kjölfar viðræðnanna opnað sendiráðsskrifstofu og býr sig undir að standa með ríkisstjórninni að landsmenn samþykki aðlögunarsamninginn og fúlgur fjár fylgja í áróðurinn. Aðlögun að ESB?Ef stjórnvöld í Króatíu eru spurð hvort þau séu í samningaviðræðum við Evrópusambandið er svar þeirra skýrt nei, við erum í aðlögunarferli. ESB fer ekki í svona viðræður nema á sama grunni við allar umsóknarþjóðir. Heimild Alþingis gekk út á samninga með skilyrðum, ekki satt? Alþingi gaf aldrei ríkisstjórninni heimild til að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum ESB. Það er leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands, eru þau til? Eða hefur leiðtogi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þetta allt í hendi sinni, jafn sannfærandi og málflutningur hans hefur verið á erlendri grund? Umsóknin lögð til hliðarStærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna. Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur árum og glímir við mikinn innri vanda bæði vegna evrunnar, skuldakreppu og stefnumörkunar inn í framtíðina sem ríkjabandalag á mörgum sviðum. Við þessar aðstæður og vegna þess að viðræðurnar snúast ekki um samninga heldur aðlögun er rétt að leggja aðildarviðræðurnar til hliðar um sinn. Við skulum því sameinast um að skora á alþingismenn okkar og Alþingi að leggja umsóknina til hliðar. Það gerir þú með því að fara inn á Skynsemi.is og skrifa undir slíka áskorun.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar