Ég er með athyglisbrest - ég er heppinn Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 23. september 2011 06:00 Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. Sumir dagar eru erfiðari, en með því að leita upplýsinga og haga mínum málum í samræmi við það hefur mér tekist að fjölga þeim góðu. Á vondum degi er fátt betra en að grípa í hnakkadrambið á sjálfum sér, hlæja að allri vitleysunni og setja kúrsinn upp á nýtt. En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Ekki eru allir í sömu sporum. Fordómar og vanþekking á málefninu eru ríkjandi og flestir vaða eld og brennistein á sinni vegferð. Sjálfur kýs ég ekki að líta á athyglisbrest – með eða án ofvirkni – sem sjúkdóm eða röskun. En í því samfélagi sem við búum í er það oft eina leiðin til að fá aðstoð hins opinbera. Þau spor geta reynst þung og stutt er í fordóma – ekki síst í eigin huga. Við þessu þarf að bregðast. Samevrópsk ADHD-vitundarvika sem nú stendur yfir er liður í þeirri vinnu. Með slagorðunum „Athygli, já takk!" vilja ADHD-samtökin leggja sitt af mörkum til að auka skilning á málefninu og auðvelda einstaklingum með athyglisbrest og aðstandendum að sækja sér þá hjálp sem hver og einn þarfnast. Og einu má ekki gleyma: Staðreyndin er einfaldlega sú að athyglisbrestur – rétt eins og önnur „frávik frá norminu" – er ekki frávik frá því eðlilega heldur eðlilegur hluti af flóru lífsins. Þess vegna hvet ég alla til að sækja málþing ADHD-samtakanna í Iðu föstudaginn 23. september klukkan 13.00 (sjá t.d. www.adhd.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. Sumir dagar eru erfiðari, en með því að leita upplýsinga og haga mínum málum í samræmi við það hefur mér tekist að fjölga þeim góðu. Á vondum degi er fátt betra en að grípa í hnakkadrambið á sjálfum sér, hlæja að allri vitleysunni og setja kúrsinn upp á nýtt. En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Ekki eru allir í sömu sporum. Fordómar og vanþekking á málefninu eru ríkjandi og flestir vaða eld og brennistein á sinni vegferð. Sjálfur kýs ég ekki að líta á athyglisbrest – með eða án ofvirkni – sem sjúkdóm eða röskun. En í því samfélagi sem við búum í er það oft eina leiðin til að fá aðstoð hins opinbera. Þau spor geta reynst þung og stutt er í fordóma – ekki síst í eigin huga. Við þessu þarf að bregðast. Samevrópsk ADHD-vitundarvika sem nú stendur yfir er liður í þeirri vinnu. Með slagorðunum „Athygli, já takk!" vilja ADHD-samtökin leggja sitt af mörkum til að auka skilning á málefninu og auðvelda einstaklingum með athyglisbrest og aðstandendum að sækja sér þá hjálp sem hver og einn þarfnast. Og einu má ekki gleyma: Staðreyndin er einfaldlega sú að athyglisbrestur – rétt eins og önnur „frávik frá norminu" – er ekki frávik frá því eðlilega heldur eðlilegur hluti af flóru lífsins. Þess vegna hvet ég alla til að sækja málþing ADHD-samtakanna í Iðu föstudaginn 23. september klukkan 13.00 (sjá t.d. www.adhd.is).
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun