Er tóbak fíkniefni? Magnús Jóhannsson skrifar 27. september 2011 06:00 Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun