Hvar liggja skilin á milli sérhagsmuna og almannahagsmuna? 29. september 2011 06:00 Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun