Stokkhólmssamningurinn 10 ára Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. október 2011 06:00 Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun