Rolex telur ránið stórt á alþjóðavísu 20. október 2011 07:15 Frank Michelsen í versluninni skömmu eftir að ráðist var þar inn. Engin fingraför hafa fundist og mennirnir þekkjast ekki í öryggismyndavélum. fréttablaðið/vilhelm Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. Lögregla hefur ekki fundið neinar vísbendingar um að skoti hafi verið hleypt af þegar þrír menn ruddust inn í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum á mánudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lögregla hefur undir höndum myndir af ræningjunum þar sem þeir voru að athafna sig í versluninni, en þekkir þá ekki. Í gær var því ekki vitað hverjir voru þarna að verki, hverrar þjóðar þeir eru, né hvort þeir hafa komist af landi brott eftir ránið. Þá hefur ekki fundist tangur né tetur af þýfinu. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt. Í bílnum sem mennirnir flúðu á af ránsstað og skildu eftir við Smáragötu voru tvær leikfangabyssur sem þeir notuðu til að ógna fólki í versluninni. Engin fingraför hafa fundist á byssunum, enda voru þeir með hanska, grímur og hettur þegar þeir ruddust inn og þrifu með sér úrin úr tveimur sýningarskápum þar. Myndbandsupptaka úr versluninni sýnir að mennirnir voru örsnöggir að athafna sig og héldu starfsfólkinu í skefjum með leikfangabyssunum, brutu skápana og sópuðu út úr þeim. Lögreglan hefur lýst eftir manni í rauðri úlpu sem upptaka úr öryggismyndavél sýndi að var að sniglast fyrir utan verslunina morguninn sem ránið var framið. Upplýsingar sem almenningur hefur veitt hafa ekki leitt til þess að kennsl hafi verið borin á hann. Af fjórum bílum sem stolið var á höfuðborgarsvæðinu helgina áður en ránið var framið eru þrír komnir í leitirnar. Talið er að einn bílanna hafi ræningjarnir notað til að komast á ránsstað og til að flýja burt eftir verknaðinn. Sá bíll fannst við Smáragötu og þar hverfur slóð ræningjanna. Stolinn bíll sem skilinn var eftir í gangi við Vegamótastíg er jafnvel talinn tengjast málinu, en þó er það ekki fullvíst. [email protected] [email protected] Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. Lögregla hefur ekki fundið neinar vísbendingar um að skoti hafi verið hleypt af þegar þrír menn ruddust inn í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum á mánudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lögregla hefur undir höndum myndir af ræningjunum þar sem þeir voru að athafna sig í versluninni, en þekkir þá ekki. Í gær var því ekki vitað hverjir voru þarna að verki, hverrar þjóðar þeir eru, né hvort þeir hafa komist af landi brott eftir ránið. Þá hefur ekki fundist tangur né tetur af þýfinu. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt. Í bílnum sem mennirnir flúðu á af ránsstað og skildu eftir við Smáragötu voru tvær leikfangabyssur sem þeir notuðu til að ógna fólki í versluninni. Engin fingraför hafa fundist á byssunum, enda voru þeir með hanska, grímur og hettur þegar þeir ruddust inn og þrifu með sér úrin úr tveimur sýningarskápum þar. Myndbandsupptaka úr versluninni sýnir að mennirnir voru örsnöggir að athafna sig og héldu starfsfólkinu í skefjum með leikfangabyssunum, brutu skápana og sópuðu út úr þeim. Lögreglan hefur lýst eftir manni í rauðri úlpu sem upptaka úr öryggismyndavél sýndi að var að sniglast fyrir utan verslunina morguninn sem ránið var framið. Upplýsingar sem almenningur hefur veitt hafa ekki leitt til þess að kennsl hafi verið borin á hann. Af fjórum bílum sem stolið var á höfuðborgarsvæðinu helgina áður en ránið var framið eru þrír komnir í leitirnar. Talið er að einn bílanna hafi ræningjarnir notað til að komast á ránsstað og til að flýja burt eftir verknaðinn. Sá bíll fannst við Smáragötu og þar hverfur slóð ræningjanna. Stolinn bíll sem skilinn var eftir í gangi við Vegamótastíg er jafnvel talinn tengjast málinu, en þó er það ekki fullvíst. [email protected] [email protected]
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira