Um klíníska þjónustu, vændi, hjúkrun og ritstörf Helga Bragadóttir skrifar 29. október 2011 06:00 Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun