Vanræksla stjórnvalda í forvarnamálum! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin næst feitasta þjóð heims! Þetta eru sorglegar fréttir, sérstaklega þar sem þessi þróun hefur verið fyrirséð í langan tíma. Í ljósi þess setti ég sem ráðherra heilbrigðismála forvarnir í forgang. Ég fékk til liðs við mig fólk með yfirburðaþekkingu á sviðinu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem nú starfar sem prófessor við Columbia háskóla í New York, og Héðin Unnsteinsson, sem starfað hafði að stefnumótun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um árabil. Byggt á nýjustu rannsóknum og í samráði við fjölmarga fagaðila á sviði forvarnamála, settu þau saman heildstæða stefnu sem tekur til hreyfingar, vímuvarna og geðverndar. Í inngangi stefnunnar segir:„Markmið með heilsustefnu er ekki eingöngu að fólk nái háum aldri. Hún snýst ekki síður um að fólki líði sem best á meðan það lifir. Þá verður ekki framhjá því litið að sjúkdómar rýra lífsgæði og eru dýrir fyrir samfélagið og útlit er fyrir verulega aukningu á ýmsum langvinnum sjúkdómum í framtíðinni verði ekkert að gert. Því er mikilvægt að draga úr aukningu langvinnra sjúkdóma og gefa þeim sem fá sjúkdóma möguleika á að lifa betra lífi.“ Fagmennska og árangurVið vinnu stefnunnar var lögð áhersla á fagmennsku, og árangur. Íslenska þjóðin hefur séð nógu mikið af almennum stefnuyfirlýsingum sem ekki hefur verið fylgt eftir. Þessu vildum við breyta. Í ljósi þess var sett fram áætlun um 30 aðgerðir og rík áhersla lögð á að hægt yrði að meta árangur þeirra. Tilgreindir voru ábyrgðaraðilar með hverri aðgerð, þær voru mælanlegar og með tímamörkum. Fagmennska og árangur voru leiðarljós stefnumótunarvinnunnar, sem auk þess að byggja á nýjustu rannsóknum, studdist við helstu aðgerðir sem áður hafði verið mælt með á sviði lýðheilsu hérlendis, stefnur og framkvæmdaáætlanir í nágrannalöndunum, auk þess sem horft var til áhersluatriða erlendra stofnana eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í lýðheilsumálum. Starfið var því byggt bæði á reynslu Íslendinga en auk þess var stuðst við erlend gögn og skýrslur alþjóðastofnana um lýðheilsu. Síðast en ekki síst var aðgerðaáætlunin unnin með víðtæku samráði þar sem leitað var eftir áliti sem flestra þeirra sem málið varðar. Í því ferli voru haldnir fundir með öllum fulltrúum stærstu sveitarfélaga landsins, fulltrúum verslunar, þjónustu og iðnaðar. Einnig var fundað með fulltrúum stéttarfélaga, frjálsra félagasamtaka, háskóla og fagstétta. Sjónarmið þessara aðila og áherslur voru mikilvægt innlegg við mótun aðgerðaáætlunarinnar. Í heild var vinnan við þessa stefnumótun á sviði forvarna fyrir þjóðina, liður í þeirri stefnu minni sem ráðherra að hafa fagmennsku og þekkingu að leiðarljósi. Nú skyldi maður ætla að það hefði verið góð þverpólitísk samstaða um að fylgja þessari stefnu eftir. Svo var ekki. Ögmundur Jónasson, fyrsti ráðherra heilbrigðismála af þremur í núverandi ríkisstjórn, hafði ekki þor né dug til að halda áfram starfinu; af þeirri einföldu ástæðu að hann hafði ekki átt frumkvæði að því. Pólitík gærdagsins! Þess í stað sá hann til þess að Heilsustefnan kæmi aldrei fyrir sjónir Íslendinga, setti hana niður í kjallara í ráðuneytinu og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Árangurinn er einfaldlega sá að við horfum fram á stóraukinn vanda í þessum málaflokki og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Tökum höndum samanÞetta ástand er okkur Íslendingum til háborinnar skammar. Vanrækslan í þessum málaflokki mun koma niður á öllum, en sérstaklega þó ungu fólki sem mun lifa með afleiðingunum í formi skertra lífsgæða. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessari þróun við. Heilsustefnan sem lögð var fram í nóvember 2008 er góður grunnur til að byggja á. Komum henni í framkvæmd. http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/Heilsustefnan.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin næst feitasta þjóð heims! Þetta eru sorglegar fréttir, sérstaklega þar sem þessi þróun hefur verið fyrirséð í langan tíma. Í ljósi þess setti ég sem ráðherra heilbrigðismála forvarnir í forgang. Ég fékk til liðs við mig fólk með yfirburðaþekkingu á sviðinu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem nú starfar sem prófessor við Columbia háskóla í New York, og Héðin Unnsteinsson, sem starfað hafði að stefnumótun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um árabil. Byggt á nýjustu rannsóknum og í samráði við fjölmarga fagaðila á sviði forvarnamála, settu þau saman heildstæða stefnu sem tekur til hreyfingar, vímuvarna og geðverndar. Í inngangi stefnunnar segir:„Markmið með heilsustefnu er ekki eingöngu að fólk nái háum aldri. Hún snýst ekki síður um að fólki líði sem best á meðan það lifir. Þá verður ekki framhjá því litið að sjúkdómar rýra lífsgæði og eru dýrir fyrir samfélagið og útlit er fyrir verulega aukningu á ýmsum langvinnum sjúkdómum í framtíðinni verði ekkert að gert. Því er mikilvægt að draga úr aukningu langvinnra sjúkdóma og gefa þeim sem fá sjúkdóma möguleika á að lifa betra lífi.“ Fagmennska og árangurVið vinnu stefnunnar var lögð áhersla á fagmennsku, og árangur. Íslenska þjóðin hefur séð nógu mikið af almennum stefnuyfirlýsingum sem ekki hefur verið fylgt eftir. Þessu vildum við breyta. Í ljósi þess var sett fram áætlun um 30 aðgerðir og rík áhersla lögð á að hægt yrði að meta árangur þeirra. Tilgreindir voru ábyrgðaraðilar með hverri aðgerð, þær voru mælanlegar og með tímamörkum. Fagmennska og árangur voru leiðarljós stefnumótunarvinnunnar, sem auk þess að byggja á nýjustu rannsóknum, studdist við helstu aðgerðir sem áður hafði verið mælt með á sviði lýðheilsu hérlendis, stefnur og framkvæmdaáætlanir í nágrannalöndunum, auk þess sem horft var til áhersluatriða erlendra stofnana eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í lýðheilsumálum. Starfið var því byggt bæði á reynslu Íslendinga en auk þess var stuðst við erlend gögn og skýrslur alþjóðastofnana um lýðheilsu. Síðast en ekki síst var aðgerðaáætlunin unnin með víðtæku samráði þar sem leitað var eftir áliti sem flestra þeirra sem málið varðar. Í því ferli voru haldnir fundir með öllum fulltrúum stærstu sveitarfélaga landsins, fulltrúum verslunar, þjónustu og iðnaðar. Einnig var fundað með fulltrúum stéttarfélaga, frjálsra félagasamtaka, háskóla og fagstétta. Sjónarmið þessara aðila og áherslur voru mikilvægt innlegg við mótun aðgerðaáætlunarinnar. Í heild var vinnan við þessa stefnumótun á sviði forvarna fyrir þjóðina, liður í þeirri stefnu minni sem ráðherra að hafa fagmennsku og þekkingu að leiðarljósi. Nú skyldi maður ætla að það hefði verið góð þverpólitísk samstaða um að fylgja þessari stefnu eftir. Svo var ekki. Ögmundur Jónasson, fyrsti ráðherra heilbrigðismála af þremur í núverandi ríkisstjórn, hafði ekki þor né dug til að halda áfram starfinu; af þeirri einföldu ástæðu að hann hafði ekki átt frumkvæði að því. Pólitík gærdagsins! Þess í stað sá hann til þess að Heilsustefnan kæmi aldrei fyrir sjónir Íslendinga, setti hana niður í kjallara í ráðuneytinu og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Árangurinn er einfaldlega sá að við horfum fram á stóraukinn vanda í þessum málaflokki og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Tökum höndum samanÞetta ástand er okkur Íslendingum til háborinnar skammar. Vanrækslan í þessum málaflokki mun koma niður á öllum, en sérstaklega þó ungu fólki sem mun lifa með afleiðingunum í formi skertra lífsgæða. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessari þróun við. Heilsustefnan sem lögð var fram í nóvember 2008 er góður grunnur til að byggja á. Komum henni í framkvæmd. http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/Heilsustefnan.pdf
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun