
Dagrenning
Má raunar segja að „ragnarökur“ hafi gengið í garð í Valhöll Sjálfstæðisflokksins, eða eins og Snorri segir:
„Sól mun sortna,
sökkur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur.“
En nú mun „ragnarökur“ um þann garð gengið, eða eins og Hárr segir í Gylfaginningu: „Upp skýtur jörðinni þá úr sænum og er þá græn og fögr. Vaxa þá akrar ósánir.“
Kögunarhólsmaður Fréttablaðsins telur nú færi á að mynda nýjan pólitískan öxul með Sjálfstæðisflokki, Kögunarerfingja Framsóknarflokksins og Steingrími Samherjafóstra.
Þegar uppeldisdóttir Valhallarmanna er sezt í formannsstól Sjálfstæðisflokksins munu uppalendur hennar taka við völdum á nýjan leik: Kjartan mun þá strax skipaður formaður bankaráðs Landsbanka Íslands til að einkavæða bankann á nýjan leik; Hólmsteinn settur seðlabankastjóri og undireins hafin hátíðarútgáfa Ástarbréfa; Helgi horski skipaður varaformaður á báðum stöðum; Halldór kallaður til landsins að annast úthlutun veiðileyfa án keypis, og endurreisa „Mónu“ á Hornafirði í von um frekari afskriftir; mælar Orkuveitu Reykjavíkur keyptir af Finni fyrir 100 – eitt hundrað- milljarða króna til þess sérstaklega að hann hafi undan ef krónan skyldi taka upp á að rýrna rétt eina ferðina enn.
„Og þá verður bylting í ríki útvaldra,“ eins og Þórbergur segir í lok bréfs til Láru.
Og kátt í hárri Val-höll.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar