Steingrímur, viltu finna milljarð? 9. nóvember 2011 06:00 Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið?
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun