Lífeyriskerfi á traustum grunni! 2. desember 2011 06:00 Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun