Slegið á puttana á hagsmunaaðilum lyfjamarkaðarins 2. desember 2011 06:00 Um leið og Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi, samtök fólks um kjörlækningar (Integrative Medicine), gleðjast yfir að til standi endurskoðun á lyfjastefnu landsins og aukin verði neytendavernd, vekur það ugg að hagsmunaaðilar lyfjamarkaðarins sendi velferðarráðherra tillögur um að „auka samkeppni og skilvirkni og bæta starfsumhverfi á lyfjamarkaðinum“, eins og fram kemur í Fréttablaðinu 14. nóvember sl. Vilja hagsmunaaðilarnir auka frelsi til auglýsinga á lyfjum og selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í leiðinni vilja þeir herða eftirlit með sölu náttúruvara og fæðubótarefna. Það skýtur skökku við að hagsmunaaðilar í sölu kemískra lyfja reyni að setja fótinn fyrir náttúruvörur á Íslandi. Ætli það sé tengt því að nú hafa fjölmargir Íslendingar lokið margra ára námi í grasalækningum og hómópatíu erlendis? Þeir hafa getið sér góðan orðstír vegna góðs árangurs sem komið hefur fram í bættu heilsufari fjölmargra Íslendinga. Slíkt gefur af sér fjárhagslegan ábata fyrir þjóðarbúið en rýrir kjör hagsmunaaðila lyfjamarkaðarins. Eins og alkunna er hefur lyfjakostnaður heilbrigðiskerfisins aukist geigvænlega undanfarin ár. Kostnaðurinn er ekki verstur, því að aukaverkanir lyfja geta verið stórhættulegar og birtast oft í öðrum sjúkdómseinkennum. Í slíkum tilfellum er stundum ávísað á fleiri lyf til að kveða niður hin fölsku sjúkdómseinkenni. Þannig myndast lyfjavítahringur sem leiðir til enn meiri lyfjanotkunar og hærri lyfjakostnaðar. Allir geta séð að slíkt knýr áfram myllu lyfjamarkaðarins. Við erum á þröskuldi nýrrar þekkingar í meðhöndlun andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Íslendingar hafa ekki verið eftirbátar annarra að tileinka sér menntun á sviði kjörlækninga. Með vitneskju almennings um afdrifaríkar afleiðingar aukaverkana lyfja, hafa æ fleiri hafnað hefðbundnum vestrænum lækningum og kosið nýjar leiðir t.a.m. áhrifaríkar meðferðir, eins og: hómópatíu, náttúrupatíu, næringarráðgjöf, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðameðferð, Bowen-tækni, lífljóseinda-meðferð, tíðnitækjameðferð, NLP, HAM og jóga. Allt eru þetta aðferðir sem bæta heilsu á uppbyggjandi hátt án niðurbrjótandi aukaverkana. Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi hvetja til áherslubreytinga í íslensku heilbrigðiskerfi 1. Að dregið verði úr notkun verksmiðjuunninna lyfja í heilbrigðiskerfinu með því að auka vægi heildrænna/náttúrulegra lækninga. Hafin verði herferð til kynningar á hinum ýmsu greinum kjörlækninga. 2. Að kjörlækningar (Integrative medicine) verði teknar inn í íslenskt heilbrigðiskerfi til jafns við háskólalækningar. 3. Að aflétt verði þeim hömlum sem nú eru á innflutningi jurta, vítamína, steinefna, næringarefna og hómópatískra remedía. 4. Að menntuðum einstaklingum í kjörlækningum verði gert kleift að vinna við sitt fag og þeir fái leyfi til að flytja inn þær vörur sem störf þeirra krefjast. 5. Að komið verði á fót faghópi með sérþekkingu á sviði kjörlækninga til að fjalla um umsóknir og hæfni þeirra aðila sem sækja um starfsleyfi í kjörlækningum á Íslandi. Í slíkan matshóp verður að velja fjölfróða aðila sem hafa að baki haldgóða þekkingu á kjörlækningum. Miðað við fréttir undangenginna ára um að Ísland skori hæst í notkun ýmissa lyfja m.a. þunglyndislyfja og nýjustu fréttir um að við séum hæst í notkun „sterkustu“ verkjalyfja í Evrópu er þá ástæða til þess að herða enn á sölu kemískra lyfja og svipta fólk möguleikanum á hjálp náttúrulyfja? Nei, nú er mál að linni – það hefur aldrei verið meiri þörf á nýrri nálgun í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um leið og Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi, samtök fólks um kjörlækningar (Integrative Medicine), gleðjast yfir að til standi endurskoðun á lyfjastefnu landsins og aukin verði neytendavernd, vekur það ugg að hagsmunaaðilar lyfjamarkaðarins sendi velferðarráðherra tillögur um að „auka samkeppni og skilvirkni og bæta starfsumhverfi á lyfjamarkaðinum“, eins og fram kemur í Fréttablaðinu 14. nóvember sl. Vilja hagsmunaaðilarnir auka frelsi til auglýsinga á lyfjum og selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í leiðinni vilja þeir herða eftirlit með sölu náttúruvara og fæðubótarefna. Það skýtur skökku við að hagsmunaaðilar í sölu kemískra lyfja reyni að setja fótinn fyrir náttúruvörur á Íslandi. Ætli það sé tengt því að nú hafa fjölmargir Íslendingar lokið margra ára námi í grasalækningum og hómópatíu erlendis? Þeir hafa getið sér góðan orðstír vegna góðs árangurs sem komið hefur fram í bættu heilsufari fjölmargra Íslendinga. Slíkt gefur af sér fjárhagslegan ábata fyrir þjóðarbúið en rýrir kjör hagsmunaaðila lyfjamarkaðarins. Eins og alkunna er hefur lyfjakostnaður heilbrigðiskerfisins aukist geigvænlega undanfarin ár. Kostnaðurinn er ekki verstur, því að aukaverkanir lyfja geta verið stórhættulegar og birtast oft í öðrum sjúkdómseinkennum. Í slíkum tilfellum er stundum ávísað á fleiri lyf til að kveða niður hin fölsku sjúkdómseinkenni. Þannig myndast lyfjavítahringur sem leiðir til enn meiri lyfjanotkunar og hærri lyfjakostnaðar. Allir geta séð að slíkt knýr áfram myllu lyfjamarkaðarins. Við erum á þröskuldi nýrrar þekkingar í meðhöndlun andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Íslendingar hafa ekki verið eftirbátar annarra að tileinka sér menntun á sviði kjörlækninga. Með vitneskju almennings um afdrifaríkar afleiðingar aukaverkana lyfja, hafa æ fleiri hafnað hefðbundnum vestrænum lækningum og kosið nýjar leiðir t.a.m. áhrifaríkar meðferðir, eins og: hómópatíu, náttúrupatíu, næringarráðgjöf, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðameðferð, Bowen-tækni, lífljóseinda-meðferð, tíðnitækjameðferð, NLP, HAM og jóga. Allt eru þetta aðferðir sem bæta heilsu á uppbyggjandi hátt án niðurbrjótandi aukaverkana. Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi hvetja til áherslubreytinga í íslensku heilbrigðiskerfi 1. Að dregið verði úr notkun verksmiðjuunninna lyfja í heilbrigðiskerfinu með því að auka vægi heildrænna/náttúrulegra lækninga. Hafin verði herferð til kynningar á hinum ýmsu greinum kjörlækninga. 2. Að kjörlækningar (Integrative medicine) verði teknar inn í íslenskt heilbrigðiskerfi til jafns við háskólalækningar. 3. Að aflétt verði þeim hömlum sem nú eru á innflutningi jurta, vítamína, steinefna, næringarefna og hómópatískra remedía. 4. Að menntuðum einstaklingum í kjörlækningum verði gert kleift að vinna við sitt fag og þeir fái leyfi til að flytja inn þær vörur sem störf þeirra krefjast. 5. Að komið verði á fót faghópi með sérþekkingu á sviði kjörlækninga til að fjalla um umsóknir og hæfni þeirra aðila sem sækja um starfsleyfi í kjörlækningum á Íslandi. Í slíkan matshóp verður að velja fjölfróða aðila sem hafa að baki haldgóða þekkingu á kjörlækningum. Miðað við fréttir undangenginna ára um að Ísland skori hæst í notkun ýmissa lyfja m.a. þunglyndislyfja og nýjustu fréttir um að við séum hæst í notkun „sterkustu“ verkjalyfja í Evrópu er þá ástæða til þess að herða enn á sölu kemískra lyfja og svipta fólk möguleikanum á hjálp náttúrulyfja? Nei, nú er mál að linni – það hefur aldrei verið meiri þörf á nýrri nálgun í heilbrigðisþjónustu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun