Ungur karlmaður er í gæsluvarðhaldi eftir að hann var tekinn fyrir viku í Leifsstöð með kókaín í farteskinu.
Ungi maðurinn, sem er íslenskur og rúmlega tvítugur, var að koma til landsins frá London. Við hefðbundið eftirlit fundu tollverðir um 180 grömm af kókaíni í farangri hans. Hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í átta daga eða fram á mánudaginn kemur.
Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður en á ekki langan brotaferil að baki.- jss
