Framtíðarsýn fyrir sjávarútveg – takk! 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun