Árás á lífeyrissjóðina 14. desember 2011 06:00 Lífeyrissjóðirnir eru eignir almennings. Nýlegar árásartillögur ríkisstjórnarinnar að undirlagi fjármálaráðherra eru algjörlega óþolandi og eignaupptaka sem brýtur gegn stjórnarskránni (72. gr). Það er eins og menn haldi að lífeyrissjóðirnir séu bara fullir af peningum sem enginn á og sem enginn notar. Útgreiðslur úr lífeyrissjóðum eru nú þegar yfirskattlagðarDæmi: Einstaklingur sem býr einn og hefur engar tekjur fær greitt frá Tryggingastofnun 196.000 á mánuði og verða ráðstöfunartekjur hans um 167.000 á mánuði. Ef sami einstaklingur fær greiddar 200.000 úr lífeyrissjóði fær hann 50.000 frá Tryggingastofnun og verða ráðstöfunartekjur hans um 199.000. Hækkun ráðstöfunartekna hans er því aðeins um 32.000, ríkið tekur 168.000 af lífeyrisgreiðslunni eða 84%. Þessum einstaklingi er refsað fyrir ráðdeild og sparnað og ekki gleyma því að hann er búinn að greiða skatta og skyldur til ríkisins alla sína ævi. Fyrirhuguð skattlagning á lífeyrissjóðina á ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, þar með talda lífeyrissjóði fjármálaráðherra. Er heimilt að leggja skatta á hluta þjóðarinnar en undanskilja aðra? Í stjórnarskránni stendur að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ (65 gr). Mér sýnist að fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ráðgeri að setja lög sem brjóta gegn stjórnarskránni á fleiri en einn veg og er þess fullviss að slík lagasetning verður viðfangsefni dómstóla. Þessi ríkisstjórn hefur átt samúð mína í þeim verkefnum sem legið hafa fyrir þó minn flokkur sé ekki þátttakandi í henni, en í þessu máli (og reyndar fleirum) er hún á algjörum villigötum og ætti að falla frá þessum hugmyndum hið bráðasta. Að öðrum kosti mun hún tapa allri samúð og öllum stuðningi frá almenningi. Þessi lagasetning væri árás á allan almenning og ég er þess fullviss að verkalýðshreyfingin mun segja upp kjarasamningum og afleiðingar þess væru ófyrirsjáanlegar. Þrátt fyrir samúð mína með ríkisstjórninni held ég að nú sé kominn tími fyrir hana að láta af störfum og fyrir ráðherrana að fara á sín ríkistryggðu eftirlaun sem þeir ætla ekki að skattleggja eins og lífeyrissjóði ómerkilegs almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru eignir almennings. Nýlegar árásartillögur ríkisstjórnarinnar að undirlagi fjármálaráðherra eru algjörlega óþolandi og eignaupptaka sem brýtur gegn stjórnarskránni (72. gr). Það er eins og menn haldi að lífeyrissjóðirnir séu bara fullir af peningum sem enginn á og sem enginn notar. Útgreiðslur úr lífeyrissjóðum eru nú þegar yfirskattlagðarDæmi: Einstaklingur sem býr einn og hefur engar tekjur fær greitt frá Tryggingastofnun 196.000 á mánuði og verða ráðstöfunartekjur hans um 167.000 á mánuði. Ef sami einstaklingur fær greiddar 200.000 úr lífeyrissjóði fær hann 50.000 frá Tryggingastofnun og verða ráðstöfunartekjur hans um 199.000. Hækkun ráðstöfunartekna hans er því aðeins um 32.000, ríkið tekur 168.000 af lífeyrisgreiðslunni eða 84%. Þessum einstaklingi er refsað fyrir ráðdeild og sparnað og ekki gleyma því að hann er búinn að greiða skatta og skyldur til ríkisins alla sína ævi. Fyrirhuguð skattlagning á lífeyrissjóðina á ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, þar með talda lífeyrissjóði fjármálaráðherra. Er heimilt að leggja skatta á hluta þjóðarinnar en undanskilja aðra? Í stjórnarskránni stendur að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ (65 gr). Mér sýnist að fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ráðgeri að setja lög sem brjóta gegn stjórnarskránni á fleiri en einn veg og er þess fullviss að slík lagasetning verður viðfangsefni dómstóla. Þessi ríkisstjórn hefur átt samúð mína í þeim verkefnum sem legið hafa fyrir þó minn flokkur sé ekki þátttakandi í henni, en í þessu máli (og reyndar fleirum) er hún á algjörum villigötum og ætti að falla frá þessum hugmyndum hið bráðasta. Að öðrum kosti mun hún tapa allri samúð og öllum stuðningi frá almenningi. Þessi lagasetning væri árás á allan almenning og ég er þess fullviss að verkalýðshreyfingin mun segja upp kjarasamningum og afleiðingar þess væru ófyrirsjáanlegar. Þrátt fyrir samúð mína með ríkisstjórninni held ég að nú sé kominn tími fyrir hana að láta af störfum og fyrir ráðherrana að fara á sín ríkistryggðu eftirlaun sem þeir ætla ekki að skattleggja eins og lífeyrissjóði ómerkilegs almennings.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun