Staðgöngumæðrun: fáeinar konur þurfa veglyndi samfélagsins Reynir Tómas Geirsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun