Framtíð mannkyns veltur á menntun kvenna Valdimar Tr. Hafstein skrifar 15. desember 2011 06:00 Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun