Kom heim með stóran samning við Elite 16. desember 2011 16:00 Efnileg Magdalena Sara Leifsdóttir, til vinstri, tók þátt í Alþjóðlegu Elite-keppninni í Sjanghæ og heillaði forsvarsmenn Elite upp úr skónum. Hér er hún í Sjanghæ ásamt vinkonu sinni Barböru frá Serbíu. „Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni. Magdalenu gekk vel úti, en hún heillaði forsvarsmenn Elite og kom heim með fyrirsætusamning við alþjóðlegu Elite-skrifstofuna. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Elite á Íslandi, segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem hafi verið gerður við íslenska fyrirsætu. „Þetta þýðir að hún er komin inn hjá öllum 37 Elite-skrifstofunum úti í heimi og í raun loforð um að þeir ætli að gera hana að ofurfyrirsætu. Það voru allir mjög hrifnir af henni. Hún er kannski ekki að fara á forsíðu Vogue á næsta ári en þetta er langt ferli enda er hún enn þá ung,“ segir Arnar Gauti, sem var í skýjunum yfir árangri Magdalenu. Úrslitakvöldið fór fram í tónleikahöll í Sjanghæ sem rúmaði um þrjú þúsund manns og var sýnt beint frá keppninni í kínverska sjónvarpinu. Kynnir kvöldsins var leikkonan Nikki Reed úr Twilight-myndunum og Kylie Minogue tróð upp. „Ég var smá stressuð fyrst yfir að fara fram á svið en þetta var svo fljótt að líða og rosalega gaman. Ég kynntist fullt af skemmtilegum stelpum sem ég ætla að halda sambandi við.“ Magdalena var í Kína í tvær vikur, en hún er að klára tíunda bekk í Álfhólsskóla. Þessa dagana er hún að vinna það upp sem hún missti af í skólanum á meðan hún var úti en hún var svo heppin að foreldrar hennar, Þórey G. Guðmundsdóttir og Leifur Eiríksson, fylgdu henni til Kína. „Það var mjög gott að hafa þau með þó að ég hitti þau nú ekki mikið. Við vorum á sama hóteli og ég gat heilsað upp á þau í morgunmat og rakst stundum á þau í lyftunni,“ segir Magdalena og bætir við að mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu í keppninnni. Móðir hennar Þórey tekur í sama streng og segir fjölskylduna styðja Magdalenu í að koma sér áfram í fyrirsætubransanum. „Ef þetta er það sem hún vill gera styðjum við hana en auðvitað fylgja þessu blendnar tilfinningar enda harður bransi. Þetta er langt ferli sem er fyrir höndum og við tökum öllu með ró.“ [email protected] Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
„Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni. Magdalenu gekk vel úti, en hún heillaði forsvarsmenn Elite og kom heim með fyrirsætusamning við alþjóðlegu Elite-skrifstofuna. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Elite á Íslandi, segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem hafi verið gerður við íslenska fyrirsætu. „Þetta þýðir að hún er komin inn hjá öllum 37 Elite-skrifstofunum úti í heimi og í raun loforð um að þeir ætli að gera hana að ofurfyrirsætu. Það voru allir mjög hrifnir af henni. Hún er kannski ekki að fara á forsíðu Vogue á næsta ári en þetta er langt ferli enda er hún enn þá ung,“ segir Arnar Gauti, sem var í skýjunum yfir árangri Magdalenu. Úrslitakvöldið fór fram í tónleikahöll í Sjanghæ sem rúmaði um þrjú þúsund manns og var sýnt beint frá keppninni í kínverska sjónvarpinu. Kynnir kvöldsins var leikkonan Nikki Reed úr Twilight-myndunum og Kylie Minogue tróð upp. „Ég var smá stressuð fyrst yfir að fara fram á svið en þetta var svo fljótt að líða og rosalega gaman. Ég kynntist fullt af skemmtilegum stelpum sem ég ætla að halda sambandi við.“ Magdalena var í Kína í tvær vikur, en hún er að klára tíunda bekk í Álfhólsskóla. Þessa dagana er hún að vinna það upp sem hún missti af í skólanum á meðan hún var úti en hún var svo heppin að foreldrar hennar, Þórey G. Guðmundsdóttir og Leifur Eiríksson, fylgdu henni til Kína. „Það var mjög gott að hafa þau með þó að ég hitti þau nú ekki mikið. Við vorum á sama hóteli og ég gat heilsað upp á þau í morgunmat og rakst stundum á þau í lyftunni,“ segir Magdalena og bætir við að mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu í keppninnni. Móðir hennar Þórey tekur í sama streng og segir fjölskylduna styðja Magdalenu í að koma sér áfram í fyrirsætubransanum. „Ef þetta er það sem hún vill gera styðjum við hana en auðvitað fylgja þessu blendnar tilfinningar enda harður bransi. Þetta er langt ferli sem er fyrir höndum og við tökum öllu með ró.“ [email protected]
Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira