Vantrú og HÍ Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 16. desember 2011 06:00 Nokkur umræða hefur spunnist síðustu daga í kjölfar fréttaflutnings fjölmiðla af málþófi því sem hefur átt sér stað innan veggja HÍ frá því í febrúar 2010. Það er miður að siðanefnd HÍ, háskólayfirvöld og málsaðilar hafi ekki náð samstöðu um að færa málið í málefnalegan farveg. Upphaf þessa máls má rekja til þriggja kærubréfa frá félaginu Vantrú á hendur stundakennaranum Bjarna Randveri Sigurvinssyni, m.a. til siðanefndar HÍ. Viðbrögð siðanefndar HÍ voru þau að reyna að koma málshefjanda og guðfræði- og trúarbragðafræðideild að einhvers konar sáttaborði. Það sem mér þykir furðulegast í því samhengi er að svo virðist sem siðanefnd hafi ekki ætlað sér að bjóða hinum kærða stundakennara að þessu sáttaborði, heldur gert þess í stað ráð fyrir að hvers kyns sættir hlytu að vera bundnar ávítum gegn honum. Óháð rannsóknarnefnd, sem skipuð var til þess að fara yfir þetta mál, gerir í skýrslu sinni sem kom út í haust alvarlegar athugasemdir við það verklag siðanefndar að eiga í óformlegum samskiptum við málshefjanda. Þá er fundið að því að nefndin aflaði ekki á kerfisbundinn hátt upplýsinga um málið og hafi ekki farið eftir 1., 4., 5. og 6. gr. eigin starfsreglna sem jafnframt eru áréttaðar í sjálfum siðareglum skólans. Þrátt fyrir þessi alvarlegu mistök virðist HÍ ekki ætla að bæta Bjarna Randveri það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Hver gætir hagsmuna (fræða)samfélagsins?Ég vil ekki trúa því að HÍ hafi ekki metnað til að styðja starfsmann sinn og gæta um leið hagsmuna fræðasamfélagsins í þessu samhengi. HÍ hlýtur að eiga eftir að bregðast frekar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Ég spyr hvort það geti verið að ef ekki hefði ítrekað komið til stuðningur háskólaprófessora og kennara úr ýmsum deildum HÍ, þá sætum við sem samfélag uppi með þá staðreynd að geðþótti en ekki fagleg vinnubrögð réðu málalyktum í svona undarlegu máli? Í mínum augum er einstakur kennari ekki án samhengis. Allt efni sem sett er fram á vettvangi háskóla er bæði í fræðilegu samhengi (að baki því eru ákveðnar kenningar fræðimanna, námskeiðslýsing ...) og í stjórnsýslulegu samhengi (að baki kennaranum er deild, svið ...). Siðanefndin er líka í samhengi. Hún er bundin starfsreglum, siðareglum, landslögum og stjórnarskrá. Því hlýtur það að teljast álitshnekkir fyrir HÍ þegar umræða um óánægju utanaðkomandi hóps kemst aldrei í málefnalegan farveg innan stofnunarinnar vegna rangrar málsmeðferðar en fer þess í stað fram að stórum hluta í dagblöðum og á vefnum. Hver eru áhrif þess? Mun það ekki t.d. fæla aðra frá því að koma athugasemdum á framfæri innan háskóla? Vert er að halda því til haga að hinn kærði vildi, frá þeim tímapunkti sem honum var kunnugt um margþætt brot siðanefndarinnar á eigin starfsreglum í málsmeðferð sem virtist mjög hlutdræg, að skipuð yrði ný siðanefnd til að tryggja faglega málsmeðferð. Til þess kom ekki enda vildi siðanefndin ekki víkja vegna vanhæfis og Vantrú gat ekki hugsað sér nýja siðanefnd. Fyrir vikið fékk kæra Vantrúar aldrei málefnalega umfjöllun á vettvangi siðanefndar HÍ, þar sem félagið dró hana til baka eftir að átök höfðu staðið yfir á annað ár, m.a. um hæfi siðanefndar. Það er miður, því að hagsmunum fræðasamfélagsins sem og almennings í landinu hlýtur að vera best borgið þegar hvers konar ágreiningur fær málefnalega umfjöllun, hvort sem hún felst í því að kæru sé vikið frá eða hún tekin til efnislegrar meðferðar í samræmi við starfsreglur siðanefndar. Fólki er brugðiðUpp úr stendur að fjölda fólks er verulega brugðið yfir því öngstræti sem þetta mál hefur ratað í. Mér þykir mjög miður að það skuli snúast um persónu stundakennarans. Bjarni Randver Sigurvinsson fær þá einkunn hjá langflestu af samferðafólki sínu að hann sé einstaklega samviskusamur og að þekking hans sé yfirgripsmikil. Af því sem ég þekki Bjarna Randver á ég ekki von á því að hann telji að allt efni sem frá honum komi sé fullkomið, enda maðurinn sér meðvitaður um annmarka eigin fræðasviðs auk þess sem hann hvetur nemendur sína bæði munnlega og skriflega til að meta allt sem frá honum kemur með gagnrýnu hugarfari. Hann hafnar því hins vegar alfarið að hann hafi gerst brotlegur við siðareglur HÍ og er fjöldi háskólakennara sammála honum þar. Hvert fræðasvið hefur sína annmarka og snýr þróun fræðanna jú sífellt að því að fengist er við þessa annmarka. Með rannsóknum og ritrýni, sem og öllum öðrum þeim tækjum sem fræðimennskunni stendur til boða, leitast fræðimaðurinn við á hverjum tíma að þróa fræðin og bæta nýrri þekkingu í sarpinn. Að ráðist sé á persónu fræðimannsins vegna þess að einhver sé ósáttur við aðferðir viðkomandi fræðigreinar er aðför að háskólastarfi í landinu. Við það verður ekki unað. Höfundur er einn þeirra sem staðið hafa fyrir fjársöfnun til stuðnings Bjarna Randver. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist síðustu daga í kjölfar fréttaflutnings fjölmiðla af málþófi því sem hefur átt sér stað innan veggja HÍ frá því í febrúar 2010. Það er miður að siðanefnd HÍ, háskólayfirvöld og málsaðilar hafi ekki náð samstöðu um að færa málið í málefnalegan farveg. Upphaf þessa máls má rekja til þriggja kærubréfa frá félaginu Vantrú á hendur stundakennaranum Bjarna Randveri Sigurvinssyni, m.a. til siðanefndar HÍ. Viðbrögð siðanefndar HÍ voru þau að reyna að koma málshefjanda og guðfræði- og trúarbragðafræðideild að einhvers konar sáttaborði. Það sem mér þykir furðulegast í því samhengi er að svo virðist sem siðanefnd hafi ekki ætlað sér að bjóða hinum kærða stundakennara að þessu sáttaborði, heldur gert þess í stað ráð fyrir að hvers kyns sættir hlytu að vera bundnar ávítum gegn honum. Óháð rannsóknarnefnd, sem skipuð var til þess að fara yfir þetta mál, gerir í skýrslu sinni sem kom út í haust alvarlegar athugasemdir við það verklag siðanefndar að eiga í óformlegum samskiptum við málshefjanda. Þá er fundið að því að nefndin aflaði ekki á kerfisbundinn hátt upplýsinga um málið og hafi ekki farið eftir 1., 4., 5. og 6. gr. eigin starfsreglna sem jafnframt eru áréttaðar í sjálfum siðareglum skólans. Þrátt fyrir þessi alvarlegu mistök virðist HÍ ekki ætla að bæta Bjarna Randveri það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Hver gætir hagsmuna (fræða)samfélagsins?Ég vil ekki trúa því að HÍ hafi ekki metnað til að styðja starfsmann sinn og gæta um leið hagsmuna fræðasamfélagsins í þessu samhengi. HÍ hlýtur að eiga eftir að bregðast frekar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Ég spyr hvort það geti verið að ef ekki hefði ítrekað komið til stuðningur háskólaprófessora og kennara úr ýmsum deildum HÍ, þá sætum við sem samfélag uppi með þá staðreynd að geðþótti en ekki fagleg vinnubrögð réðu málalyktum í svona undarlegu máli? Í mínum augum er einstakur kennari ekki án samhengis. Allt efni sem sett er fram á vettvangi háskóla er bæði í fræðilegu samhengi (að baki því eru ákveðnar kenningar fræðimanna, námskeiðslýsing ...) og í stjórnsýslulegu samhengi (að baki kennaranum er deild, svið ...). Siðanefndin er líka í samhengi. Hún er bundin starfsreglum, siðareglum, landslögum og stjórnarskrá. Því hlýtur það að teljast álitshnekkir fyrir HÍ þegar umræða um óánægju utanaðkomandi hóps kemst aldrei í málefnalegan farveg innan stofnunarinnar vegna rangrar málsmeðferðar en fer þess í stað fram að stórum hluta í dagblöðum og á vefnum. Hver eru áhrif þess? Mun það ekki t.d. fæla aðra frá því að koma athugasemdum á framfæri innan háskóla? Vert er að halda því til haga að hinn kærði vildi, frá þeim tímapunkti sem honum var kunnugt um margþætt brot siðanefndarinnar á eigin starfsreglum í málsmeðferð sem virtist mjög hlutdræg, að skipuð yrði ný siðanefnd til að tryggja faglega málsmeðferð. Til þess kom ekki enda vildi siðanefndin ekki víkja vegna vanhæfis og Vantrú gat ekki hugsað sér nýja siðanefnd. Fyrir vikið fékk kæra Vantrúar aldrei málefnalega umfjöllun á vettvangi siðanefndar HÍ, þar sem félagið dró hana til baka eftir að átök höfðu staðið yfir á annað ár, m.a. um hæfi siðanefndar. Það er miður, því að hagsmunum fræðasamfélagsins sem og almennings í landinu hlýtur að vera best borgið þegar hvers konar ágreiningur fær málefnalega umfjöllun, hvort sem hún felst í því að kæru sé vikið frá eða hún tekin til efnislegrar meðferðar í samræmi við starfsreglur siðanefndar. Fólki er brugðiðUpp úr stendur að fjölda fólks er verulega brugðið yfir því öngstræti sem þetta mál hefur ratað í. Mér þykir mjög miður að það skuli snúast um persónu stundakennarans. Bjarni Randver Sigurvinsson fær þá einkunn hjá langflestu af samferðafólki sínu að hann sé einstaklega samviskusamur og að þekking hans sé yfirgripsmikil. Af því sem ég þekki Bjarna Randver á ég ekki von á því að hann telji að allt efni sem frá honum komi sé fullkomið, enda maðurinn sér meðvitaður um annmarka eigin fræðasviðs auk þess sem hann hvetur nemendur sína bæði munnlega og skriflega til að meta allt sem frá honum kemur með gagnrýnu hugarfari. Hann hafnar því hins vegar alfarið að hann hafi gerst brotlegur við siðareglur HÍ og er fjöldi háskólakennara sammála honum þar. Hvert fræðasvið hefur sína annmarka og snýr þróun fræðanna jú sífellt að því að fengist er við þessa annmarka. Með rannsóknum og ritrýni, sem og öllum öðrum þeim tækjum sem fræðimennskunni stendur til boða, leitast fræðimaðurinn við á hverjum tíma að þróa fræðin og bæta nýrri þekkingu í sarpinn. Að ráðist sé á persónu fræðimannsins vegna þess að einhver sé ósáttur við aðferðir viðkomandi fræðigreinar er aðför að háskólastarfi í landinu. Við það verður ekki unað. Höfundur er einn þeirra sem staðið hafa fyrir fjársöfnun til stuðnings Bjarna Randver.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun