Haglél og Brakið seldust í 50 þúsund eintökum 29. desember 2011 14:00 metsala Hvorki Mugison né Yrsa Sigurðardóttir hafa áður selt jafnmörg eintök af útgáfum sínum fyrir jólin.fréttablaðið/valli Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, og Yrsa Sigurðardóttir eru metsölukóngur og -drottning ársins hvað íslenska plötu- og bókaútgáfu varðar. Haglél Mugisons seldist í hvorki meira né minna en tæpum 5.700 eintökum síðustu vikuna fyrir jól samkvæmt Tónlistanum. Að sama skapi er Brakið eftir Yrsu mest selda bók ársins samkvæmt metsölulista bókaverslana sem var birtur í gær, á undan Einvígi Arnaldar Indriðasonar og Gamlingjanum sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson. Um tuttugu þúsund eintök hafa selst af Brakinu, sem var prentuð í 22 þúsund eintökum og er uppseld hjá útgefanda en ljóst er að eitthvað verður um skil á bókinni. Því sama má búast við um Haglél Mugisons. Þau 30 þúsund eintök sem voru prentuð af henni eru uppseld á lager. Um eitt þúsund eintök eru þó fáanleg vítt og breitt um landið. Yrsa hefur bætt sölutölur sínar um í kringum fimm þúsund eintök miðað við síðasta ár þegar Ég man þig seldist í um fimmtán þúsund eintökum eftir skil. Sú bók er núna farin í um 22 þúsund eintökum þegar kiljuútgáfa hennar er tekin með í reikninginn. Brakið er einmitt væntanleg í kilju í lok febrúar. Síðasta plata Mugisons, Mugiboogie, hefur selst í um 25 þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir fjórum árum. Það er vitaskuld mjög góður árangur en Haglél stendur henni þó mun framar í vinsældum. Mugison sló eigið met með því að selja tæp 5.700 eintök af Hagléli á einni viku, sem er gullsala. Áður hafði hann sett met í plötusölu á einni viku samkvæmt Tónlistanum með rúmlega 3.500 eintaka sölu vikuna þar á undan, eins og Fréttablaðið greindi frá. Búast má við að ókeypis tónleikar hans í Hörpunni og víðar um landið, auk beinu útsendingarinnar í Sjónvarpinu 22. desember hafi ýtt verulega undir söluna þessa síðustu viku fyrir jól, sérstaklega á Þorláksmessu. Einnig eru dæmi um það að fyrirtæki hafi keypt Haglél og gefið hana í jólagjöf, þar á meðal tvö stór fyrirtæki. Samkvæmt Baldvini Esra Einarssyni hjá Kimi Records sem dreifir Hagléli stendur til að prenta fleiri eintök af plötunni í janúar. Á sama tíma eru uppi hugmyndir um að prenta fjórar eldri plötur Mugisons á nýjan leik og selja þær í einum og sama pakkanum. [email protected] Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, og Yrsa Sigurðardóttir eru metsölukóngur og -drottning ársins hvað íslenska plötu- og bókaútgáfu varðar. Haglél Mugisons seldist í hvorki meira né minna en tæpum 5.700 eintökum síðustu vikuna fyrir jól samkvæmt Tónlistanum. Að sama skapi er Brakið eftir Yrsu mest selda bók ársins samkvæmt metsölulista bókaverslana sem var birtur í gær, á undan Einvígi Arnaldar Indriðasonar og Gamlingjanum sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson. Um tuttugu þúsund eintök hafa selst af Brakinu, sem var prentuð í 22 þúsund eintökum og er uppseld hjá útgefanda en ljóst er að eitthvað verður um skil á bókinni. Því sama má búast við um Haglél Mugisons. Þau 30 þúsund eintök sem voru prentuð af henni eru uppseld á lager. Um eitt þúsund eintök eru þó fáanleg vítt og breitt um landið. Yrsa hefur bætt sölutölur sínar um í kringum fimm þúsund eintök miðað við síðasta ár þegar Ég man þig seldist í um fimmtán þúsund eintökum eftir skil. Sú bók er núna farin í um 22 þúsund eintökum þegar kiljuútgáfa hennar er tekin með í reikninginn. Brakið er einmitt væntanleg í kilju í lok febrúar. Síðasta plata Mugisons, Mugiboogie, hefur selst í um 25 þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir fjórum árum. Það er vitaskuld mjög góður árangur en Haglél stendur henni þó mun framar í vinsældum. Mugison sló eigið met með því að selja tæp 5.700 eintök af Hagléli á einni viku, sem er gullsala. Áður hafði hann sett met í plötusölu á einni viku samkvæmt Tónlistanum með rúmlega 3.500 eintaka sölu vikuna þar á undan, eins og Fréttablaðið greindi frá. Búast má við að ókeypis tónleikar hans í Hörpunni og víðar um landið, auk beinu útsendingarinnar í Sjónvarpinu 22. desember hafi ýtt verulega undir söluna þessa síðustu viku fyrir jól, sérstaklega á Þorláksmessu. Einnig eru dæmi um það að fyrirtæki hafi keypt Haglél og gefið hana í jólagjöf, þar á meðal tvö stór fyrirtæki. Samkvæmt Baldvini Esra Einarssyni hjá Kimi Records sem dreifir Hagléli stendur til að prenta fleiri eintök af plötunni í janúar. Á sama tíma eru uppi hugmyndir um að prenta fjórar eldri plötur Mugisons á nýjan leik og selja þær í einum og sama pakkanum. [email protected]
Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira