Eru ráðamenn þjóðarinnar veruleikafirrtir ? 29. desember 2011 06:00 Það er uppgangur í útflutningsgreinum okkar svo sem álútflutningi sem hefur aldrei verið meiri, ásamt hagstæðu verði, einnig í sjávarútveginum sem er ranglega skipt. Atvinnustiginu hefur verið haldið uppi með lántökum síðustu 20 ár ef ekki lengur, svo sem hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum og heimilum sem eru skuldsett upp í rjáfur. Okkur stendur ekki lengur til boða að halda byggingariðnaðinum í gangi með skuldasöfnun, sem er búin að vera mikið lengur en 2007 bólan og við getum síðan ekki borgað. Því miður er allt sem bendir til að fyrirhyggjuleysið viðgangist áfram, með tilheyrandi eyðslu og sinnuleysi, sem er einungis til þess fallið að auka til muna á erfiðleika almennings og heimila. Ef fram fer sem horfir munu þúsundir heimila flosna upp á næstu árum vegna fjárhagserfiðleika með tilheyrandi erfiðleikum fyrir þjóðina. Verðtrygging var tekin upp 1979, fljótlega eftir það fór allt á hvolf með kollsteypu og verðbólgu upp á tugi prósenta allan níunda áratuginn. Ef við berum ekki gæfu til að koma verðtryggingunni í betra horf eigum við ekki möguleika á að koma hagkerfinu í lag, ekki væri óeðlilegt að bæði skuldari og lánveitandi bæru 50% áhættu af verðtryggingu, sem myndi stuðla að því að hafa hemil á verðbólgunni. Það er kominn tími til að þjóðin axli ábyrgð og átti sig á að ráðamenn virðast vera takmarkaðir ef ekki siðblindir, sem hefur sýnt sig í gegnum árin með byggingum og mannvirkjum sem við höfðum aldrei efni á. Svo sem hringleikahúsið í Öskjuhlíðinni, Héðinsfjarðargöng, Landeyjahöfn, Tónlistarhúsið Hörpu, Orkuveituhúsið og varðskipið Þór sem við getum ekki einu sinni rekið. Nýtt Háskólasjúkrahús er á döfinni með sína traustu kostnaðaráætlun að ógleymdum Vaðlaheiðargöngum í sárabætur fyrir álver á Bakka. Það stendur til að byrja að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði, þó að búið sé að benda ráðamönnum á mun ódýrari leið, eins og að flytja nýlegar gámabúðir frá Reyðarfirði sem Alcoa á, að Litla-Hrauni. En þessar vinnubúðir eru víst ekki nógu fínar eða boðlegar föngum þar sem flottræfilshátturinn er alger. Að minnsta kosti sækjast háttvirtur fangelsisstjóri og aðrir ráðamenn eftir því að stórt og flott fangelsi verði byggt, með stórum turni og fangelsisgarði í anda Ameríku með tilheyrandi lúðraþyt ef einhver fangi skyldi verða leiður og vilja útskrifa sig sjálfur. Með auknu fangelsisplássi væri hægt að kalla inn nýja sakamenn til refsingar sem myndi gera kleift að ná sektargreiðslum í ríkiskassann upp á fleiri hundruð milljónir ef ekki milljarða, þar sem sektirnar yrðu greiddar til að sleppa við afplánun. Það er með ólíkindum að Landsvirkjun skuli þurfa 11% arðsemi þegar arðsemi hefur aðeins verið 2% og lífeyrissjóðir hafa viljað 3,5% og hefur þótt mikið. Þessi arðsemiskrafa virkar helst sem lélegur pólitískur kattarþvottur til að verja að ekki náðist samkomulag um raforkuverð fyrir álverið að Bakka við Húsavík, að minnsta kosti væri ekki óeðlilegt að þessi 11% arðsemiskrafa yrði líka leiðandi fyrir raforkusölu til Norðuráls í Helguvík og aðra stóriðjukaupendur. Reyndar er ekki ósennilegt að raforkuverðið sé of lágt til álbræðslu Alcoa á Reyðarfirði miðað við afkomu Kárahnjúkavirkjunar, þar sem raforkuverð er tengt álverði sem hefur verið mjög hátt síðustu ár. Gefur það til kynna vafasamt orkuverð þó forstjóri Landsvirkjunar telji ekkert athugavert við fyrri raforkusamning! Þjóðartekjur koma aldrei til með að standa undir þessari óráðsíu sem virðist viðgangast hvert sem litið er, t.d. með því að vitna í Ríkisendurskoðun sem gerir alvarlega athugasemd við innkaup Ríkislögreglustjóra vegna löggæslustofnana og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í versta falli óheppilega hafa verið staðið að! Eðlilegast væri að núverandi flokksforingjar færu frá eins og Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde gerðu eftir að þau voru búin að ferðast um allan heim að reyna að fullvissa umheiminn um að allt væri í himnalagi á Íslandi í aðdraganda á hruninu, við ættum nóg af peningum og þetta væri bara allt einn misskilningur. Það er búið að viðgangast hér í áraraðir óábyrg og galin fjármálastjórnun, sem Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á, til dæmis með afskriftum, kúlulánum, kvótabraski, kennitöluflakki og hruni fjármálakerfisins. Flokkurinn er gjörsamlega í afneitun með að bera ábyrgð þó þjóðin sé nánast komin að fótum fram. Því miður virðist allt hagkerfið í landinu vera gegnumsýkt og einkennast af spillingu og óráðsíu hvert sem litið er þannig að manni dettur helst til hugar að líkja því við Simbabve. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er uppgangur í útflutningsgreinum okkar svo sem álútflutningi sem hefur aldrei verið meiri, ásamt hagstæðu verði, einnig í sjávarútveginum sem er ranglega skipt. Atvinnustiginu hefur verið haldið uppi með lántökum síðustu 20 ár ef ekki lengur, svo sem hjá sveitarfélögum, fyrirtækjum og heimilum sem eru skuldsett upp í rjáfur. Okkur stendur ekki lengur til boða að halda byggingariðnaðinum í gangi með skuldasöfnun, sem er búin að vera mikið lengur en 2007 bólan og við getum síðan ekki borgað. Því miður er allt sem bendir til að fyrirhyggjuleysið viðgangist áfram, með tilheyrandi eyðslu og sinnuleysi, sem er einungis til þess fallið að auka til muna á erfiðleika almennings og heimila. Ef fram fer sem horfir munu þúsundir heimila flosna upp á næstu árum vegna fjárhagserfiðleika með tilheyrandi erfiðleikum fyrir þjóðina. Verðtrygging var tekin upp 1979, fljótlega eftir það fór allt á hvolf með kollsteypu og verðbólgu upp á tugi prósenta allan níunda áratuginn. Ef við berum ekki gæfu til að koma verðtryggingunni í betra horf eigum við ekki möguleika á að koma hagkerfinu í lag, ekki væri óeðlilegt að bæði skuldari og lánveitandi bæru 50% áhættu af verðtryggingu, sem myndi stuðla að því að hafa hemil á verðbólgunni. Það er kominn tími til að þjóðin axli ábyrgð og átti sig á að ráðamenn virðast vera takmarkaðir ef ekki siðblindir, sem hefur sýnt sig í gegnum árin með byggingum og mannvirkjum sem við höfðum aldrei efni á. Svo sem hringleikahúsið í Öskjuhlíðinni, Héðinsfjarðargöng, Landeyjahöfn, Tónlistarhúsið Hörpu, Orkuveituhúsið og varðskipið Þór sem við getum ekki einu sinni rekið. Nýtt Háskólasjúkrahús er á döfinni með sína traustu kostnaðaráætlun að ógleymdum Vaðlaheiðargöngum í sárabætur fyrir álver á Bakka. Það stendur til að byrja að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði, þó að búið sé að benda ráðamönnum á mun ódýrari leið, eins og að flytja nýlegar gámabúðir frá Reyðarfirði sem Alcoa á, að Litla-Hrauni. En þessar vinnubúðir eru víst ekki nógu fínar eða boðlegar föngum þar sem flottræfilshátturinn er alger. Að minnsta kosti sækjast háttvirtur fangelsisstjóri og aðrir ráðamenn eftir því að stórt og flott fangelsi verði byggt, með stórum turni og fangelsisgarði í anda Ameríku með tilheyrandi lúðraþyt ef einhver fangi skyldi verða leiður og vilja útskrifa sig sjálfur. Með auknu fangelsisplássi væri hægt að kalla inn nýja sakamenn til refsingar sem myndi gera kleift að ná sektargreiðslum í ríkiskassann upp á fleiri hundruð milljónir ef ekki milljarða, þar sem sektirnar yrðu greiddar til að sleppa við afplánun. Það er með ólíkindum að Landsvirkjun skuli þurfa 11% arðsemi þegar arðsemi hefur aðeins verið 2% og lífeyrissjóðir hafa viljað 3,5% og hefur þótt mikið. Þessi arðsemiskrafa virkar helst sem lélegur pólitískur kattarþvottur til að verja að ekki náðist samkomulag um raforkuverð fyrir álverið að Bakka við Húsavík, að minnsta kosti væri ekki óeðlilegt að þessi 11% arðsemiskrafa yrði líka leiðandi fyrir raforkusölu til Norðuráls í Helguvík og aðra stóriðjukaupendur. Reyndar er ekki ósennilegt að raforkuverðið sé of lágt til álbræðslu Alcoa á Reyðarfirði miðað við afkomu Kárahnjúkavirkjunar, þar sem raforkuverð er tengt álverði sem hefur verið mjög hátt síðustu ár. Gefur það til kynna vafasamt orkuverð þó forstjóri Landsvirkjunar telji ekkert athugavert við fyrri raforkusamning! Þjóðartekjur koma aldrei til með að standa undir þessari óráðsíu sem virðist viðgangast hvert sem litið er, t.d. með því að vitna í Ríkisendurskoðun sem gerir alvarlega athugasemd við innkaup Ríkislögreglustjóra vegna löggæslustofnana og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í versta falli óheppilega hafa verið staðið að! Eðlilegast væri að núverandi flokksforingjar færu frá eins og Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde gerðu eftir að þau voru búin að ferðast um allan heim að reyna að fullvissa umheiminn um að allt væri í himnalagi á Íslandi í aðdraganda á hruninu, við ættum nóg af peningum og þetta væri bara allt einn misskilningur. Það er búið að viðgangast hér í áraraðir óábyrg og galin fjármálastjórnun, sem Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á, til dæmis með afskriftum, kúlulánum, kvótabraski, kennitöluflakki og hruni fjármálakerfisins. Flokkurinn er gjörsamlega í afneitun með að bera ábyrgð þó þjóðin sé nánast komin að fótum fram. Því miður virðist allt hagkerfið í landinu vera gegnumsýkt og einkennast af spillingu og óráðsíu hvert sem litið er þannig að manni dettur helst til hugar að líkja því við Simbabve.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun