Umfjöllun: Sæt hefnd hjá Hamri Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2011 21:58 Mynd/Daníel Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Hamarsstúlkur voru samt sem áður ávallt skrefinu á undan og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars var atkvæðamest í leiknum en hún skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Það mátti búast við hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar tvö af bestu liðum landsins mættust í Iceland-Express deild kvenna. KR var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en gestirnir í Hamar sátu einar á toppnum með 28 stig og voru ósigraðar í Iceland-Express deildinni í vetur. KR vann aftur á móti Hamar síðastliðin laugardag í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Hamar hafði því harm að hefna frá tapinu gegn KR og voru án efa tilbúnar í slaginn. Chazny Paige Morris, leikmaður KR, var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld vegna meiðsla og spurning hvernig heimastúlkur ætluðu að fylla hennar skarð. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en staðan var 6-6 þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu þá að spila góðan varnarleik og náðu fljótlega fínu forskoti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-18 fyrir Hamar. Það var greinilega að Hamarsstelpur höfðu farið vel yfir leik sinn frá því um helgina. Heimastúlkur sóttu töluvert í sig veðrið í byrjun annars leikhluta og náðu að minnka muninn þegar leið á fjórðunginn. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var að spila vel og dró vagninn fyrir KR. Undir lokin af fjórðungnum settu Hamarsstelpur í gírinn og náðu að slíta sig aðeins frá KR en staðan var 19-25 í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var ekki um fallegan körfubolta að ræða í fyrri hálfleik og mikið um tæknimistök hjá báðum liðum. KR-ingar hófu þriðja leikhlutann af krafti og virtust vera búnar að stilla miðið. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður og leikurinn galopinn. En rétt eins og í fyrri hálfleik þá gáfu Hamarsstúlkur í þegar KR-ingar fóru að nálgast þær of mikið. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars, reyndist erfið fyrir KR-stelpur og þær réðu í raun ekkert við hana. Þegar þremur leikhlutum var lokið var munurinn á liðunum orðin tíu stig og sigur Hamarsstúlkna var í uppsiglingu. Í lokaleikhlutanum gerðu gestirnir útum leikinn. Fanney Lind Guðmundsdóttir , leikmaður Hamars, kom virkilega sterk inn og setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur. Munurinn á liðinum var mestur 14 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Jaleesa Butler fór hreinlega á kostum í leiknum og var lykillinn af sigri Hamars. Leiknum lauk því með öruggum sigri Hamars 54-65. Það var allt annað að sjá til Hamarsliðsins frá því í bikarnum um helgina og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í vetur. KR-Hamar 54-65 (11-18, 8-7, 16-20, 19-20)KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst/ 4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst /3 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst /3 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 4/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 1. Hamar : Jaleesa Butler 29 /15 fráköst /5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/3 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Hamarsstúlkur voru samt sem áður ávallt skrefinu á undan og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars var atkvæðamest í leiknum en hún skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Það mátti búast við hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar tvö af bestu liðum landsins mættust í Iceland-Express deild kvenna. KR var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en gestirnir í Hamar sátu einar á toppnum með 28 stig og voru ósigraðar í Iceland-Express deildinni í vetur. KR vann aftur á móti Hamar síðastliðin laugardag í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Hamar hafði því harm að hefna frá tapinu gegn KR og voru án efa tilbúnar í slaginn. Chazny Paige Morris, leikmaður KR, var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld vegna meiðsla og spurning hvernig heimastúlkur ætluðu að fylla hennar skarð. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en staðan var 6-6 þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu þá að spila góðan varnarleik og náðu fljótlega fínu forskoti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-18 fyrir Hamar. Það var greinilega að Hamarsstelpur höfðu farið vel yfir leik sinn frá því um helgina. Heimastúlkur sóttu töluvert í sig veðrið í byrjun annars leikhluta og náðu að minnka muninn þegar leið á fjórðunginn. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var að spila vel og dró vagninn fyrir KR. Undir lokin af fjórðungnum settu Hamarsstelpur í gírinn og náðu að slíta sig aðeins frá KR en staðan var 19-25 í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var ekki um fallegan körfubolta að ræða í fyrri hálfleik og mikið um tæknimistök hjá báðum liðum. KR-ingar hófu þriðja leikhlutann af krafti og virtust vera búnar að stilla miðið. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður og leikurinn galopinn. En rétt eins og í fyrri hálfleik þá gáfu Hamarsstúlkur í þegar KR-ingar fóru að nálgast þær of mikið. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars, reyndist erfið fyrir KR-stelpur og þær réðu í raun ekkert við hana. Þegar þremur leikhlutum var lokið var munurinn á liðunum orðin tíu stig og sigur Hamarsstúlkna var í uppsiglingu. Í lokaleikhlutanum gerðu gestirnir útum leikinn. Fanney Lind Guðmundsdóttir , leikmaður Hamars, kom virkilega sterk inn og setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur. Munurinn á liðinum var mestur 14 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Jaleesa Butler fór hreinlega á kostum í leiknum og var lykillinn af sigri Hamars. Leiknum lauk því með öruggum sigri Hamars 54-65. Það var allt annað að sjá til Hamarsliðsins frá því í bikarnum um helgina og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í vetur. KR-Hamar 54-65 (11-18, 8-7, 16-20, 19-20)KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst/ 4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst /3 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst /3 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 4/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 1. Hamar : Jaleesa Butler 29 /15 fráköst /5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/3 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira