Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2012 08:30 Íþróttahúsið Jakinn á Ísafirði. Mynd / vverk.is Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur. „Okkur var tjáð að það væri ófært og það hefði fallið snjóflóð á leiðinni. Við höfðum fylgst vel með þessu allan morguninn hvernig þetta yrði og hvort það væri fært," sagði Tómas Hermannsson, þjálfari Ármanns, í samtali við íþróttadeild Vísis. Í hádeginu í gær birtist frétt á KFI.is þess efnis að Ármann myndi ekki mæta til leiks og engin skýring sé á fjarveru Reykjavíkurliðsins. Ekkert sé að færðinni vestur. „Engin skýring er með þessu uppátæki Ármenninga og eru þetta forkastanleg vinnubrögð þar sem ekkert er að færð á landi og í lofti," segir í fréttinni sem má lesa með því að smella hér. Þá eru stuðningsmenn Ísfirðinga sem höfðu hugsað sér að mæta á leikinn beðnir fyrirfram afsökunar skyldu þeir gera sér ferð á leikinn sem hafði verið auglýstur mikið á Ísafirði. Tómas segist hafa verið í sambandi við heimamenn sem hafi varað þá við keyra vestur. „Við höfðum samband við björgunarsveitina á Ísafirði sem sagði okkur að það væri mjög hált og hæpið en ef við ætluðum að keyra þangað yrðum við að hafa varann á," bætti Tómas við. Tómas var undrandi á því að í fréttinni hjá KFÍ kæmi fram að engar skýringar hefðu verið gefnar á fjarveru Ármenninga. „Ég hafði samband við þá klukkan níu um morguninn," sem neitaði þó að gefa upp hvaða fulltrúa KFÍ hann ræddi við. Sagði hann ekki vilja búa til nein leiðindi." „Þeir mega skrifa það sem þeir vilja en við höfum okkar ástæður eftir að hafa ráðfært okkur við menn sem vissu hvernig færðin væri," sagði Tómas. Ármann rekur lestina í 1. deild karla með fjögur stig. Tómas segir þó enga uppgjöf í hans herbúðum. „Við erum ekki hættir. Við erum ennþá í deildinni. Ég á marga góða vini á Ísafirði og mér finnst þetta svolítið skrýtið," sagði Tómas sem spilaði á sínum tíma á Ísafirði. Tómas sagðist hafa farið eftir settum reglum og tilkynnt KKÍ að Ármenningar sæju sér ekki fært að mæta til leiks. Hann sagði sig og sína menn reikna með því að leikurinn yrði spilaður síðar. „Mótanefnd getur auðvitað tekið aðrar ákvarðanir," sagði Tómas að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur. „Okkur var tjáð að það væri ófært og það hefði fallið snjóflóð á leiðinni. Við höfðum fylgst vel með þessu allan morguninn hvernig þetta yrði og hvort það væri fært," sagði Tómas Hermannsson, þjálfari Ármanns, í samtali við íþróttadeild Vísis. Í hádeginu í gær birtist frétt á KFI.is þess efnis að Ármann myndi ekki mæta til leiks og engin skýring sé á fjarveru Reykjavíkurliðsins. Ekkert sé að færðinni vestur. „Engin skýring er með þessu uppátæki Ármenninga og eru þetta forkastanleg vinnubrögð þar sem ekkert er að færð á landi og í lofti," segir í fréttinni sem má lesa með því að smella hér. Þá eru stuðningsmenn Ísfirðinga sem höfðu hugsað sér að mæta á leikinn beðnir fyrirfram afsökunar skyldu þeir gera sér ferð á leikinn sem hafði verið auglýstur mikið á Ísafirði. Tómas segist hafa verið í sambandi við heimamenn sem hafi varað þá við keyra vestur. „Við höfðum samband við björgunarsveitina á Ísafirði sem sagði okkur að það væri mjög hált og hæpið en ef við ætluðum að keyra þangað yrðum við að hafa varann á," bætti Tómas við. Tómas var undrandi á því að í fréttinni hjá KFÍ kæmi fram að engar skýringar hefðu verið gefnar á fjarveru Ármenninga. „Ég hafði samband við þá klukkan níu um morguninn," sem neitaði þó að gefa upp hvaða fulltrúa KFÍ hann ræddi við. Sagði hann ekki vilja búa til nein leiðindi." „Þeir mega skrifa það sem þeir vilja en við höfum okkar ástæður eftir að hafa ráðfært okkur við menn sem vissu hvernig færðin væri," sagði Tómas. Ármann rekur lestina í 1. deild karla með fjögur stig. Tómas segir þó enga uppgjöf í hans herbúðum. „Við erum ekki hættir. Við erum ennþá í deildinni. Ég á marga góða vini á Ísafirði og mér finnst þetta svolítið skrýtið," sagði Tómas sem spilaði á sínum tíma á Ísafirði. Tómas sagðist hafa farið eftir settum reglum og tilkynnt KKÍ að Ármenningar sæju sér ekki fært að mæta til leiks. Hann sagði sig og sína menn reikna með því að leikurinn yrði spilaður síðar. „Mótanefnd getur auðvitað tekið aðrar ákvarðanir," sagði Tómas að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira