Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi Stefán Hirst Friðriksson skrifar 25. mars 2012 15:00 Björn Bergmann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfleikana en hann er hálfbróðir Jóhannesar Karls, Bjarna og Þórðar Guðjónssonar. nordic photos/ghetty images Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Sjá meira
Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, var óánægður með leik sinna manna i jafnteflinu við nýliða Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss, fór fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson eftir leik. Haglund var ánægður með sinn mann og sagði hann sennilega ekki verða mikið lengur í norsku deildinni. „Á stórum köflum í leikjum er hann stórkostlegur. Hann er frábær leikmaður og getum við vonandi haldið honum sem lengst innan okkar raða. Það mun eitthvert stórt lið sækjast eftir þjónustu hann fyrr en síðar og getum við ekkert gert í því. Það er enginn leikmaður í Skandinavíu, tuttugu og þriggja ára og yngri sem kemst í hálfkvist við Björn Bergmann," sagði Haglund í samtali við Nettavisen. Kristján Örn tók í sama streng og sagði hann að Björn ætti eftir að ná langt í boltanum. „Hann er ennþá mjög ungur en hann er virkilega hæfileikaríkur. Hann hefur allt til alls til þess að ná langt," sagði Kristján Örn. Heldur sér á jörðinni þrátt fyrir áhuga stórliðaSögusagnir voru á lofti í vikunni um að ítölsku stórliðin Juventus, Inter og AC Milan væru að fylgjast með Birni Bergmann. Hann tekur þó slíkum sögusögnum með fyrirvara en segir þær vissulega spennandi. „Strákarnir í liðinu sögðu mér frá þessu. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í fótboltanum þannig að maður veit ekki hversu mikið er að marka þetta. En það væri vissulega frábært ef þeir væru að skoða mig þar sem þetta eru lið á heimsmælikvarða," sagði Björn Bergmann. „Ég er ekkert að flýta mér að komast að hjá einhverju stórliði. Ég reyni bara að gera mitt besta fyrir Lillestrøm og er það ómögulegt að segja hvenær ég tek næsta skrefið á ferlinum," bætti Björn við. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að að mínum eigin leik og ég þyrfti ég að fara að skora fleiri mörk. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur við að setja boltann í netið og ætla ég að bæta það," sagði Björn Bergmann að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Sjá meira
Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag. 24. mars 2012 19:15