Rafael Nadal sem situr í öðru sæti heimslistans í tennis, gjörsigraði erkifjanda sinn og efsta mann heimslistans, Novak Djokovic í úrslitaleik á Monte Carlo Masters tennismótinu, sem kláraðist nú fyrr í dag. Nadal hefur verið stórkostlegur á leirvöllum í gegnum tíðina en þetta er í áttunda skiptið í röð sem hann vinnur mótið.
Djokovic hefur verið með gríðarlega yfirburði að undanförnu í íþróttinni og hafði fyrir úrslitaleikinn í dag, unnið Nadal í síðustu sjö úrslitaleikjum þeirra. Djokovic sem hefur kallað Nadal "konung leirvallanna" átti þó ekki möguleika í dag en leikurinn var algjör einstefna frá upphafi til enda. Það tók Nadal einungis 78. mínútur að klára Serbann í tveimur settum.
Þetta var fertugasti og sjöundi titill Nadal á ferlinum.
Konungur leirvallanna sigraði efsta mann heimslistans í tennis
Stefán Hirst Friðriksson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn