Stuðningsgrein: Mannasætti á Bessastaði Róbert Ragnarsson skrifar 30. maí 2012 14:09 Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn og einstaka hagsmunaaðilar náð að stýra orðræðunni þannig að hún er uppfull af gífuryrðum og elur á vantrausti. Á vettvangi stjórnmálanna, sérstaklega á alþingi, skiptir mestu að taka sem dýpst í árinni og hlusta alls ekki á önnur sjónarmið en þau sem eru manni þóknanleg. Allir stjórnmálaflokkarnir bera þar mikla ábyrgð, og gjalda fyrir með því að aðeins 10% þjóðarinnar treystir alþingismönnum. Við þurfum einhvern sem við getum treyst og skilur að í öllum meginatriðum erum við sammála. Einhvern sem getur skapað farveg fyrir sátt milli ólíkra sjónarmiða, en elur ekki á vantrausti. Leiðsögumann sem kemur öllum á áfangastað. Ég ætla að kjósa þannig forseta. Þóra Arnórsdóttir er ung kona sem er að takast á við sömu verkefni og mjög margir íslendingar, þ.e. að sinna fjölskyldu og reka heimili samhliða því að vera í krefjandi starfi. Ég held við þurfum forseta sem skilur þjóð sína og þær áskoranir sem hún stendur frammi fyrir. Þóra hefur numið heimspeki og alþjóðastjórnmál, en báðar greinar undirbúa fólk undir að skilja umhverfi sitt betur. Skilja eðli mannsins, siðferði hans og hvatir og geta sett sig inn í málefni mismunandi ríkja til að geta greint hagsmuni og fundið leiðir til sátta. Ég efast um að margir átti sig á því að John Hopkins er mjög eftirsóttur skóli, ekki síst meðal háttsettra embættismanna sem starfa við stefnumótun í utanríkismálum sinna ríkja. Þóra hefur starfað sem leiðsögumaður og þekkir því landið okkar vel og er umhugað um náttúruna. Hún er afskaplega vel máli farin og talar nokkur tungumál. Áhorfendur sjónvarpsins hafa séð hana bregða fyrir sig mismunandi tungumálum í viðtölum og farast það vel úr hendi. Sem fjölmiðlakona hefur Þóra öðlast reynslu í því að hlusta frekar en grípa frammí. Að geta hlustað, greint og sett sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar fjölmiðlakonunnar ekki síður en forsetans. Að sama skapi er mikilvægt að forsetinn sé fjölfróður, þekki til margra hluta og geti skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Auk þess að hafa verið kennari og leiðsögumaður hefur Þóra unnið fjölda frétta um fjölbreytt mál og gert vandaða heimildaþætti, m.a. um bankahrunið. Er því með sanni hægt að segja að hún sé fjölfróð og vel undirbúin að takast á við embætti forseta. Þóra leggur áherslu á að forseti Íslands sé merkisberi Íslands úti í heimi og sameiningarafl inn á við. Að hann sé fulltrúi allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem eru sammála honum. Ég styð Þóru því ég deili sýn hennar á hlutverk forseta, þ.e. að forsetinn eigi að skapa farveg fyrir þá sátt sem nauðsynleg er á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn og einstaka hagsmunaaðilar náð að stýra orðræðunni þannig að hún er uppfull af gífuryrðum og elur á vantrausti. Á vettvangi stjórnmálanna, sérstaklega á alþingi, skiptir mestu að taka sem dýpst í árinni og hlusta alls ekki á önnur sjónarmið en þau sem eru manni þóknanleg. Allir stjórnmálaflokkarnir bera þar mikla ábyrgð, og gjalda fyrir með því að aðeins 10% þjóðarinnar treystir alþingismönnum. Við þurfum einhvern sem við getum treyst og skilur að í öllum meginatriðum erum við sammála. Einhvern sem getur skapað farveg fyrir sátt milli ólíkra sjónarmiða, en elur ekki á vantrausti. Leiðsögumann sem kemur öllum á áfangastað. Ég ætla að kjósa þannig forseta. Þóra Arnórsdóttir er ung kona sem er að takast á við sömu verkefni og mjög margir íslendingar, þ.e. að sinna fjölskyldu og reka heimili samhliða því að vera í krefjandi starfi. Ég held við þurfum forseta sem skilur þjóð sína og þær áskoranir sem hún stendur frammi fyrir. Þóra hefur numið heimspeki og alþjóðastjórnmál, en báðar greinar undirbúa fólk undir að skilja umhverfi sitt betur. Skilja eðli mannsins, siðferði hans og hvatir og geta sett sig inn í málefni mismunandi ríkja til að geta greint hagsmuni og fundið leiðir til sátta. Ég efast um að margir átti sig á því að John Hopkins er mjög eftirsóttur skóli, ekki síst meðal háttsettra embættismanna sem starfa við stefnumótun í utanríkismálum sinna ríkja. Þóra hefur starfað sem leiðsögumaður og þekkir því landið okkar vel og er umhugað um náttúruna. Hún er afskaplega vel máli farin og talar nokkur tungumál. Áhorfendur sjónvarpsins hafa séð hana bregða fyrir sig mismunandi tungumálum í viðtölum og farast það vel úr hendi. Sem fjölmiðlakona hefur Þóra öðlast reynslu í því að hlusta frekar en grípa frammí. Að geta hlustað, greint og sett sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar fjölmiðlakonunnar ekki síður en forsetans. Að sama skapi er mikilvægt að forsetinn sé fjölfróður, þekki til margra hluta og geti skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Auk þess að hafa verið kennari og leiðsögumaður hefur Þóra unnið fjölda frétta um fjölbreytt mál og gert vandaða heimildaþætti, m.a. um bankahrunið. Er því með sanni hægt að segja að hún sé fjölfróð og vel undirbúin að takast á við embætti forseta. Þóra leggur áherslu á að forseti Íslands sé merkisberi Íslands úti í heimi og sameiningarafl inn á við. Að hann sé fulltrúi allrar þjóðarinnar, ekki bara þeirra sem eru sammála honum. Ég styð Þóru því ég deili sýn hennar á hlutverk forseta, þ.e. að forsetinn eigi að skapa farveg fyrir þá sátt sem nauðsynleg er á Íslandi í dag.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun