Batinn rækilega staðfestur Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. júní 2012 14:38 Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun