Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur vann tvo leiki í lokaviðureign sinni í B-riðli Evrópukeppni félagsliða gegn Hadju Gabona Debreceni frá Ungverjalandi. Viðureignin tapaðist þó 5-2.
Sara Högnadóttir lagði Csilla Condáné Fórián í þremur lotum 10-21, 22-20 og 21-18. Þá unnu Helgi Jóhannesson og Daníel Thomsen sigur á Balázs Boros og Ákos Varga í tvíliðaleik. Helgi Jóhannesson og Margrét Jóhannesdóttir töpuðu í oddalotu í tvenndarleiknum en aðrir leikir töpuðust í tveimur lotum.
TBR hefur lokið keppni á mótinu. Liðið tapaði öllum fjórum viðureignum sínum. Liðið skipuðu þeir Atli og Helgi Jóhannessynir, Daníel Thomsen, Jónas Baldursson, Rakel Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir.
Ragna Ingólfsdóttir missti af mótinu vegna tognunar í kálfa.
Tveir sigrar í lokaleik TBR í Evrópukeppninni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



